Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 23:45 Brendan Cox á minningarathöfn um eiginkonu sína árið 2016. Vísir/AFP Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár. Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka. Cox steig til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni, sem bornar voru á hendur honum árið 2015, voru aftur dregnar fram í dagsljósið. Brendan tilkynnti um afsögn sína á Twitter-reikningi sínum í gær. Í færslunum baðst hann afsökunar á gjörðum sínum, tók ábyrgð á þeim og viðurkenndi að hann hefði hagað sér á óviðeigandi hátt.Last week I decided to step down from my public roles to face up to mistakes I made several years ago while at Save the Children. I apologise to people I offended or upset at the time. My actions were never malicious but they were at times inappropriate.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 I take responsibility for my actions and will hold myself to a higher standard in the future.— Brendan Cox (@MrBrendanCox) February 17, 2018 Um er að ræða stöður sem Brendan gegndi hjá bresku samtökunum More in Common annars vegar og The Jo Cox Foundation hins vegar en þau síðarnefndu voru stofnuð í minningu Jo eftir að hún var myrt.Tvær konur stigu fram Ásakanirnar sem urðu Brendan að falli komu fram árið 2015. Samstarfskona hans hjá þriðju góðgerðarsamtökunum, Save the Children, sakaði hann um kynferðislega áreitni en Brendan sagði af sér stuttu eftir að málið var tekið til rannsóknar innan samtakanna. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt aðra konu kynferðisofbeldi á veitingastað á Harvard-torgi, sem stendur á lóð hins bandaríska Harvard-háskóla. Breska dagblaðið The Mail on Sunday var fyrst fjölmiðla til að draga ásakanirnar aftur fram í dagsljósið. Kim Leadbeater, systir Jo Cox, birti yfirlýsingu á heimasíðu Jo Cox-minningarsjóðsins, The Jo Cox Foundation, í dag. Í yfirlýsingunni kom fram að fjölskylda Jo fagni því að Brendan taki ábyrgð á gjörðum sínum og að hann njóti stuðnings og virðingar fjölskyldumeðlimanna. Brendan hafði unnið ötullega að því að halda minningu eiginkonu sinnar, einnar helstu vonarstjörnu breska Verkamannaflokksins, á lofti eftir að hún var myrt í júní 2016 í enska bænum Birstall. Morðingi Jo Cox, þjóðernissinnaður öfgamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í nóvember sama ár.
Bretland Morðið á Jo Cox Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12
Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar. 22. júní 2016 20:18