Í gær birti hann myndband af sér að labba inn í MMA-búr. Skoða landslagið og gefa því undir fótinn að hann vilji eftir allt saman taka þátt í fjörinu þar.
Come at the king, you best not miss... pic.twitter.com/uHx4SJngHx
— Floyd Mayweather (@FloydMayweather) February 1, 2018
Menn túlka þetta sem ákall til þeirra sem ráða að fara að safna peningum svo það sé hægt að fá Mayweather í MMA-bardaga. Þessi síðustu skref Mayweather munu líklega setja allt á fullt með að fá hann inn í búrið.
Svo má reyndar vera að þetta sé allt úthugsuð auglýsingaherferð fyrir Paddy Power en hann talar um Paddy og er í stuttbuxunum þeirra á klippunni. Verður að gefa Mayweather að hann fær fólk til þess að spá í hlutunum.