Íslenskt „golfeinvígi“ í Ástralíu í lok febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 16:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni GSÍ/Seth Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi. Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi.
Golf Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira