Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 14:43 Larry Nassar í réttarsalnum, Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. Pabbinn heitir Randall Margraves og var búinn að hlusta á dóttur sína segja frá hryllilegri sögu sinni af misnotkun Nassar. Larry Nassar er talinn hafa misnotað á þriðja hundrað stúlkur, bæði í starfi sínu sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Margar af fórnarlömbum hans voru í hópi bestu fimleikakvenna heims. Það er búið að dæma Nassar til 175 ára fangelsisvistar en það á enn eftir að taka mörg málin fyrir. Fyrr hafði Nassar áður verið dæmdur til 60 ára fyrir önnur brot og hann á því fyrir höndum samtals 235 ára fangelsisdóm. Þessi tala á bara eftir að hækka og það er ljóst að hann mun dúsa í fangelsi alla sína ævi. Síðustu vikur hafa fórnarlömbin, hvert á fætur öðru, komið í réttarsalinn fyrir framan Larry Nassar og sagt sögu sína. Dómarinn hefur hvatt þær áfram og sýnir Nassar enga miskunn. Stelpurnar hafa sýnt mikinn styrk en það kostar líka frekari fórnir. Það hefur ekki síst verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra að hlusta á sögur af hræðilegri upplifun þeirra og Randall Margraves missti þarna algjörlega stjórn á sér í réttarsalnum. Hér fyrir neðan má sjá þegar pabbinn stekkur af stað en öryggisverðir í réttarsalnum náðu að stoppa hann áður en hann náði til Nasssar.JUST IN: Father of victims restrained in court after lunging for disgraced gymnastics doctor Larry Nassar: "Give me one minute with that bastard!" pic.twitter.com/enWpb5RHFL — NBC News (@NBCNews) February 2, 2018 Dómarinn sem dæmdi í málinu sagði það augljóst að Nassar iðraðist ekki gjörða sinna og þó hún trúi á endurhæfingu og hafi séð dæmda menn snúa blaðinu við þá sjái hún það ekki gerast í þessu tilfelli og sagði við Nassar: „Ég er búin að skrifa undir dauðadóm þinn.“ „Það var mikill heiður og forréttindi að fá að dæma í þessu máli. Því þú, herra, átt ekki skilið að dvelja fyrir utan veggi fangelsis nokkur tímann aftur,“ sagði dómarinn Rosemarie Aqualina á sínum tíma.MOMENTS AGO: Father of victim charges at Larry Nassar during sentencing. pic.twitter.com/AEFtD2iCfa — Fox News (@FoxNews) February 2, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira