Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 11:34 Skjáskot af falsfrétt um Ólaf Jóhann Ólafsson. Falsfréttinni er ætlað að hafa fé af grandalausum Íslendingum. Vísir/Skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar. Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar.
Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent