Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 08:00 Mörg fórnarlamba Larry Nassar voru í bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/Getty New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það kom ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu allar upplýsingar sínar um málið á tímalínu. Nassar hefur nú þegar verið dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar fyrir samanlagt tíu mál en það er ljóst að þau eru miklu fleiri enda eru fórnarlömb hans vel á þriðja hundrað. Larry Nassar komst ekki aðeins upp með kynferðisbrot sín í áratugi heldur einnig í meira en ár eftir að FBI, bandaríska alríkislögreglan, fékk ásakanir á hendur honum inn á sitt borð. Samkvæmt grein New York Times fékk FBI fyrst að vita af áskökunum í júlí 2015 en það tók starfsmenn alríkislögreglunnar næstum því ár að ræða við tvö af fórnarlömbunum.Breaking News: FBI offices in 3 cities were told that Larry Nassar had molested elite gymnasts. But nearly a year later, gymnastics officials became concerned about the slow pace of the case. During that time, over 2 dozen girls and women were molested. https://t.co/wj6ud1xMDW — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Larry Nassar hélt áfram að misnota stúlkur á meðan eða allt þar til að Indianapolis Star sagði frá þessari hryllilegu hlið hans í september 2016. Blaðamenn New York Times telja að Nassar hafi misnotað að minnsta kosti fjörtíu stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum. Það voru því ekki aðeins starfsfélagar Nassar í ríkisháskólanum í Michigan, yfirmenn hans í bandaríska fimleikalandsliðinu eða starfsfólk læknamiðstöðvar hans sem hjálpuðu honum að níðast í áratugi á saklausum ungum stúlkum. Svo virðist vera að bandaríska alríkislögreglan hafi einnig horft í aðra átt á meðan Nassar hélt áfram iðju sinni eins og ekkert hefði skeð. Hér blandast líka inn í hvernig æðstu menn bandaríska fimleiksambandsins reyndu að fela ásakanirnar. Í greininni segja meðal annars foreldrar fórnarlamba Nassar frá því hvernig þeim var skipað af yfirmanni bandaríska fimleikasambandsins að segja ekki frá neinu. Á samt tíma fullvissuðu menn þar á bæ foreldrana um það að þeir myndu sjá um að málið færi rétta leið og til lögreglunnar. Þau fórnarlömb sem og önnur þurftu hins vegar að bíða í mörg ár eftir að Larry Nassar var stoppaður og á meðan bættist fjöldi fórnarlamba í hópinn. Maggie Nichols, the gymnast initially known as “Athlete A,” was not contacted by the FBI for nearly 11 months after the information she provided sparked the federal inquiry into Larry Nassar https://t.co/yvgcCwGmhApic.twitter.com/2sAObZSZZy — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það kom ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu allar upplýsingar sínar um málið á tímalínu. Nassar hefur nú þegar verið dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar fyrir samanlagt tíu mál en það er ljóst að þau eru miklu fleiri enda eru fórnarlömb hans vel á þriðja hundrað. Larry Nassar komst ekki aðeins upp með kynferðisbrot sín í áratugi heldur einnig í meira en ár eftir að FBI, bandaríska alríkislögreglan, fékk ásakanir á hendur honum inn á sitt borð. Samkvæmt grein New York Times fékk FBI fyrst að vita af áskökunum í júlí 2015 en það tók starfsmenn alríkislögreglunnar næstum því ár að ræða við tvö af fórnarlömbunum.Breaking News: FBI offices in 3 cities were told that Larry Nassar had molested elite gymnasts. But nearly a year later, gymnastics officials became concerned about the slow pace of the case. During that time, over 2 dozen girls and women were molested. https://t.co/wj6ud1xMDW — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Larry Nassar hélt áfram að misnota stúlkur á meðan eða allt þar til að Indianapolis Star sagði frá þessari hryllilegu hlið hans í september 2016. Blaðamenn New York Times telja að Nassar hafi misnotað að minnsta kosti fjörtíu stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum. Það voru því ekki aðeins starfsfélagar Nassar í ríkisháskólanum í Michigan, yfirmenn hans í bandaríska fimleikalandsliðinu eða starfsfólk læknamiðstöðvar hans sem hjálpuðu honum að níðast í áratugi á saklausum ungum stúlkum. Svo virðist vera að bandaríska alríkislögreglan hafi einnig horft í aðra átt á meðan Nassar hélt áfram iðju sinni eins og ekkert hefði skeð. Hér blandast líka inn í hvernig æðstu menn bandaríska fimleiksambandsins reyndu að fela ásakanirnar. Í greininni segja meðal annars foreldrar fórnarlamba Nassar frá því hvernig þeim var skipað af yfirmanni bandaríska fimleikasambandsins að segja ekki frá neinu. Á samt tíma fullvissuðu menn þar á bæ foreldrana um það að þeir myndu sjá um að málið færi rétta leið og til lögreglunnar. Þau fórnarlömb sem og önnur þurftu hins vegar að bíða í mörg ár eftir að Larry Nassar var stoppaður og á meðan bættist fjöldi fórnarlamba í hópinn. Maggie Nichols, the gymnast initially known as “Athlete A,” was not contacted by the FBI for nearly 11 months after the information she provided sparked the federal inquiry into Larry Nassar https://t.co/yvgcCwGmhApic.twitter.com/2sAObZSZZy — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira