Ísland tvívegis í Ofurskálinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 05:13 Víkingarnir eru vígalegir í auglýsingu Ram. Skjáskot Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins þegar keppt var um Ofurskálina svokölluðu í bandarísku NFL-deildinni. Það voru þó ekki íslenskir leikmenn sem stigu á völlinn í Minneapolis í nótt heldur brá íslensku landslagi og íslenskum kraftaköllum fyrir í tveimur hálfleiksauglýsingum - sem alla jafna draga milljónir manna að sjónvarpsskjánum ár hvert.Sjá einnig: Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Í auglýsingu flugfélagsins Turkish Airlines fræðir sjónvarpslæknirinn Dr. Oz áhorfendur um skilningarvit mannsins. Í umfjöllun hans um sjónina, en augu mannsins geta numið 10 milljón litaafbrigði að sögn læknisins, er komið við á Íslandi. Hópur fólks gengur um á Nesjavöllum og við Þingvallavatn þar sem það nýtur norðurljósanna. Þar að auki voru norskir kafarar fengnir sérstaklega til landsins til að kafa í upplýstu Þingvallavatni um niðdimma nótt, og hvölum bætt inn í eftirvinnslu. Ástæðan fyrir því að framleiðendur lögðu þetta á sig er einskær hreinleiki vatnsins.Það er þó ekki bara íslensk náttúra sem er í fyrirrúmi hjá bílaframleiðandanum Dodge Ram. Þar gerir hópur Íslendinga sér lítið fyrir og siglir úfinn sjó á víkingaskipi með heljarinnar pallbíl í eftirdragi - á meðan þau syngja Queen-smellinn We Will Rock You. Í auglýsingunni má meðal annars sjá Hlöðver Bernharð Jökulsson sem situr undir stýri, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, Stefán Sæbjörnsson, Svein Hjört Guðfinnsson og sjálfan Magnús Ver Magnússon sem fjórum sinnum hefur hampað titlinum sterkasti maður heims. Auglýsingu Turkish Airlines má nálgast hér að ofan og Ram hér að neðan Tengdar fréttir Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins þegar keppt var um Ofurskálina svokölluðu í bandarísku NFL-deildinni. Það voru þó ekki íslenskir leikmenn sem stigu á völlinn í Minneapolis í nótt heldur brá íslensku landslagi og íslenskum kraftaköllum fyrir í tveimur hálfleiksauglýsingum - sem alla jafna draga milljónir manna að sjónvarpsskjánum ár hvert.Sjá einnig: Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Í auglýsingu flugfélagsins Turkish Airlines fræðir sjónvarpslæknirinn Dr. Oz áhorfendur um skilningarvit mannsins. Í umfjöllun hans um sjónina, en augu mannsins geta numið 10 milljón litaafbrigði að sögn læknisins, er komið við á Íslandi. Hópur fólks gengur um á Nesjavöllum og við Þingvallavatn þar sem það nýtur norðurljósanna. Þar að auki voru norskir kafarar fengnir sérstaklega til landsins til að kafa í upplýstu Þingvallavatni um niðdimma nótt, og hvölum bætt inn í eftirvinnslu. Ástæðan fyrir því að framleiðendur lögðu þetta á sig er einskær hreinleiki vatnsins.Það er þó ekki bara íslensk náttúra sem er í fyrirrúmi hjá bílaframleiðandanum Dodge Ram. Þar gerir hópur Íslendinga sér lítið fyrir og siglir úfinn sjó á víkingaskipi með heljarinnar pallbíl í eftirdragi - á meðan þau syngja Queen-smellinn We Will Rock You. Í auglýsingunni má meðal annars sjá Hlöðver Bernharð Jökulsson sem situr undir stýri, Anítu Ösp Ingólfsdóttur, Stefán Sæbjörnsson, Svein Hjört Guðfinnsson og sjálfan Magnús Ver Magnússon sem fjórum sinnum hefur hampað titlinum sterkasti maður heims. Auglýsingu Turkish Airlines má nálgast hér að ofan og Ram hér að neðan
Tengdar fréttir Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Klifu staurana þrátt fyrir tilraunir lögreglu Íbúar Philadelphia kættust ærlega þegar lið þeirra sigraði í Ofurskálinni svokölluðu í nótt. 5. febrúar 2018 06:00