Launahækkanirnar rúmast innan SALEK Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. Ríkisstjórnarslit töfðu það að samningar næðust nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira