Launahækkanirnar rúmast innan SALEK Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fyrri kjör höfðu verið ákveðin af gerðardómi í ágúst 2015. Ríkisstjórnarslit töfðu það að samningar næðust nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Tólf aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa undirritað kjarasamninga við íslenska ríkið. Samningarnir eru afturvirkir til 1. september á síðasta ári og gilda til 31. mars 2019. Þrjú félög hafa vísað deilu sinni til Ríkissáttasemjara. „Samninganefndir viðkomandi félaga hafa náð viðunandi niðurstöðu. Nú er það í höndum félagsmanna hvers félags að greiða atkvæði um efni samninganna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún vildi ekki tjá sig um efnislegt innihald samninganna. „Þetta er á eðlilegu róli miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. Við erum nú að undirbúa kynningu fyrir okkar félagsmenn og stefnum á að kynna samninginn í vikunni,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMÁtta aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamninga síðastliðinn föstudag og fjögur bættust í hópinn í gær. Unnur veit ekki betur en að jafnt hafi gengið yfir alla þá hópa sem hafa skrifað undir nýjan samning. „Að auki var komið til móts við kröfur okkar sem varða Landspítalann. Það sást glöggt á gögnum sem við lögðum fram að þar ríkir mjög alvarlegur vandi,“ segir Unnur. Í gildi fyrir félögin var niðurstaða gerðardóms frá því í ágúst 2015. Ákvæði hans runnu sitt skeið þann 31. ágúst í fyrra. Því eru kjarasamningarnir nú afturvirkir til 1. september. Þeim er markaður tími til 31. mars 2019 en þá lýkur gerðardómi um kjör hjúkrunarfræðinga. Samningaviðræður drógust á langinn nú meðal annars vegna ríkisstjórnarslita. Þeir formenn aðildarfélaga BHM sem Fréttablaðið náði tali af vildu lítið segja um hækkanir á samningstímabilinu. Á Facebook-síðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga kemur þó fram að laun hækki um 2,21 prósent frá 1. september. Þau hækka á ný 1. júní á þessu ári og þá um tvö prósent. Að auki er getið eingreiðslu þann 1. febrúar 2019 en ekki kemur fram hve há hún er. „Í samkomulagi okkar er meðal annars kveðið á um aðgerðir til að bregðast við nýliðunarvanda í stéttinni,“ segir Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra lífeindafræðinga. Hún segir að ef ekkert bóli á aðgerðum í tengslum við hann að samningstíma liðnum muni ákveðið vantraust ríkja milli aðila. „Lægstu launin hækka töluvert og við vonum að það skili einhverju,“ segir Gyða en vill ekki tíunda hve mikið. „Þetta er innan SALEK-rammans. Við erum ekki aðilar að SALEK en ríkið telur sig bundið af þeim samningum þó að það hafi auðvitað sprengt það á öðrum stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira