Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 21:00 Stjörnumaður SpaceX á leið sinni til mars. Allt gekk að óskum hjá fyrirtækinu SpaceX þegar fyrstu Falcon Heavy eldflauginni var skotið á loft í kvöld. Stjörnumaðurinn svokallaði situr nú við stýrið á rauðum Tesla Roadster og er á leið til plánetunnar mars. Þegar þetta er skrifað höfðu tvær af þremur eldflaugunum sem mynda Falcon Heavy lent aftur á jörðu niðri en samband slitnaði við drónaskipið Of Course I Still Love You, þar sem þriðja eldflaugin átti að lenda. Verið er að bíða eftir staðfestingu á því hvort hún hafi lent á skipinu í heilu lagi.Viðbót 12:05. Þriðja eldflaugin hafði ekki nægilegt eldsneyti til að lenda eins og til stóð og Elon Musk sagði á blaðamannafundi um miðnætti að hún hefði lent í sjónum á um 300 kílómetra hraða. Hins vegar stóð aldrei til að nota hana aftur. Stjörnumaðurinn er enn á braut um jörðu og stendur til að senda hann í átt að mars í nótt.Þessi frétt hefur verið uppfærð eftir geimskotið. Upprunalegu útgáfu hennar má sjá hér að neðan. Þar geta þeir sem misstu af geimskotinu einnig horft á það aftur.View from SpaceX Launch Control. Apparently, there is a car in orbit around Earth. pic.twitter.com/QljN2VnL1O — Elon Musk (@elonmusk) February 6, 2018stuck that landing pic.twitter.com/TcLACiHnux — Amanda Wills (@AmandaWills) February 6, 2018It’s not every day you see this! Congrats @SpaceX !!! That was sweet! #FalconHeavy#Starman must be enjoying the view pic.twitter.com/9bB0opq7Kb — Terry Virts (@AstroTerry) February 6, 2018 Það er komið að stóru stundinni hjá starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX. Fyrstu Falcon Heavy eldflauginni verður skotið á loft í dag en hún er mun kraftmeiri en aðrar eldflaugar sem notast er við í dag og getur borið allt að 64 tonn á braut um jörðu.Til stóð að skjóta eldflauginni á loft klukkan 18:30 en því var frestað til 19:20 vegna vinda. Skotinu hefur svo verið frestað á ný og nú til 20:45. Auk þess að bera farm getur eldflaugin einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars og Falcon Heavy gæti komið því af stað.Sjá einnig: Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins. Tveimur af þremur Falcon 9 eldflaugunum sem mynda Falcon Heavy hefur áður verið skotið út í geim. Báðum var skotið á loft árið 2016 og lentu þær aftur á jörðinni. Það verður reynt aftur og er þeim ætlað að lenda á landi. Þriðju flauginni er ætlað að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You sem verður skammt frá ströndum Flórída. Til stóð að skjóta flauginni á loft frá palli 39A í Kennedy-geimmiðstöðinni í Flórída í dag. Nánar tiltekið var stefnt á geimskot klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Því hefur verið frestað til 19:20. Hægt verður að horfa á geimskotið í beinni útsendingu hér að neðan. Útsendingin hefst um tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Falcon Heavy. Í stað þess að skjóta steypu eða stáli út í geim, eins og gengur og gerist í tilraunaskotum sem þessum, ætlar SpaceX að skjóta rauðum Tesla Roadster sem Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, á. Starfsmönnum fyrirtækisins fannst við hæfi að senda eitthvað með tilfinningalegt gildi út í geim. Bílnum er ætlað að fara á sporbraut um sólina þar sem hann kemur reglulega nærri jörðinni og mars.Við stýri bílsins situr er búið að koma fyrir tómum geimbúningi eins og sjá má á Instagramsíðu Elon Musk. Þá hefur komið fram að á leið sinni út í geim mun bíllinn spila lagið Space Oddity eftir David Bowie. Þremur myndavélum hefur einnig verið komið fyrir á bílnum og sagði Musk í gær að hann reiknaði með því að bíllinn myndi halda sporbraut sinni í hundruð milljónir ára. Jafnvel í milljarð ára. Starman in Red Roadster A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Feb 4, 2018 at 9:50pm PSTÁrangur alls ekki tryggður Eins og áður segir, þá opnast skotgluggi SpaceX klukkan 18:30 í dag. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá geimskotinu. Auðvitað er um tilraunaskot að ræða og ekki er víst að geimskotið muni heppnast, þrátt fyrir góðan árangur SpaceX að undanförnu. Sjálfur sagði Musk við blaðamenn í gær að hann teldi tilraunaskotið heppnast ef eldflaugin kemst af skotpallinum og „sprengi hann ekki í tætlur“. Hann sagði eldsneytið í flaugunum þremur samsvara tæplega tveimur milljónum tonna af TNT og það yrði ekki mikið eftir af skotpallinum. Að endurbyggja pallinn gæti tekið allt að ár. Hins vegar gæti SpaceX byggt nýja Falcon Heavy á þremur til fjórum mánuðum. „Ef þetta misheppnast, þá misheppnast þetta vonandi langt inn í verkefnið svo við lærum eins mikið og við getum.“ SpaceX sagði fyrr í dag að veðrið væri mjög hentugt fyrir skotgluggann..Útsendingin - Geimskotið hefst eftir 29 mínútur og 30 sekúndurÍ frétt BBC er bent á að vel heppnað geimskot Falcon Heavy gæti leitt til vandræða í Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Þar er verið að vinna að nýrri gerð stórrar eldflaugar sem ber nafnið Space Launch System. Sú þróunarvinna hefur þegar kostað mikla peninga en það sem meira er þá mun hvert skot SLS kosta um milljarð dala á meðan hvert skot Falcon Heavy gæti kostað um 90 milljónir. Þegar hafa spurningar vaknað upp um það hvernig Bandaríkjaþing getur réttlætt notkun SLS þegar svo ódýr valkostur er að líta dagsins ljós.Tweets by SpaceX SpaceX Tengdar fréttir Öflugasta eldflaug heimsins prófuð Falcon Heavy mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. 16. janúar 2018 14:00 „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Allt gekk að óskum hjá fyrirtækinu SpaceX þegar fyrstu Falcon Heavy eldflauginni var skotið á loft í kvöld. Stjörnumaðurinn svokallaði situr nú við stýrið á rauðum Tesla Roadster og er á leið til plánetunnar mars. Þegar þetta er skrifað höfðu tvær af þremur eldflaugunum sem mynda Falcon Heavy lent aftur á jörðu niðri en samband slitnaði við drónaskipið Of Course I Still Love You, þar sem þriðja eldflaugin átti að lenda. Verið er að bíða eftir staðfestingu á því hvort hún hafi lent á skipinu í heilu lagi.Viðbót 12:05. Þriðja eldflaugin hafði ekki nægilegt eldsneyti til að lenda eins og til stóð og Elon Musk sagði á blaðamannafundi um miðnætti að hún hefði lent í sjónum á um 300 kílómetra hraða. Hins vegar stóð aldrei til að nota hana aftur. Stjörnumaðurinn er enn á braut um jörðu og stendur til að senda hann í átt að mars í nótt.Þessi frétt hefur verið uppfærð eftir geimskotið. Upprunalegu útgáfu hennar má sjá hér að neðan. Þar geta þeir sem misstu af geimskotinu einnig horft á það aftur.View from SpaceX Launch Control. Apparently, there is a car in orbit around Earth. pic.twitter.com/QljN2VnL1O — Elon Musk (@elonmusk) February 6, 2018stuck that landing pic.twitter.com/TcLACiHnux — Amanda Wills (@AmandaWills) February 6, 2018It’s not every day you see this! Congrats @SpaceX !!! That was sweet! #FalconHeavy#Starman must be enjoying the view pic.twitter.com/9bB0opq7Kb — Terry Virts (@AstroTerry) February 6, 2018 Það er komið að stóru stundinni hjá starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX. Fyrstu Falcon Heavy eldflauginni verður skotið á loft í dag en hún er mun kraftmeiri en aðrar eldflaugar sem notast er við í dag og getur borið allt að 64 tonn á braut um jörðu.Til stóð að skjóta eldflauginni á loft klukkan 18:30 en því var frestað til 19:20 vegna vinda. Skotinu hefur svo verið frestað á ný og nú til 20:45. Auk þess að bera farm getur eldflaugin einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars og Falcon Heavy gæti komið því af stað.Sjá einnig: Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins. Tveimur af þremur Falcon 9 eldflaugunum sem mynda Falcon Heavy hefur áður verið skotið út í geim. Báðum var skotið á loft árið 2016 og lentu þær aftur á jörðinni. Það verður reynt aftur og er þeim ætlað að lenda á landi. Þriðju flauginni er ætlað að lenda á drónaskipinu Of Course I Still Love You sem verður skammt frá ströndum Flórída. Til stóð að skjóta flauginni á loft frá palli 39A í Kennedy-geimmiðstöðinni í Flórída í dag. Nánar tiltekið var stefnt á geimskot klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Því hefur verið frestað til 19:20. Hægt verður að horfa á geimskotið í beinni útsendingu hér að neðan. Útsendingin hefst um tuttugu mínútum fyrir áætlaða brottför Falcon Heavy. Í stað þess að skjóta steypu eða stáli út í geim, eins og gengur og gerist í tilraunaskotum sem þessum, ætlar SpaceX að skjóta rauðum Tesla Roadster sem Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, á. Starfsmönnum fyrirtækisins fannst við hæfi að senda eitthvað með tilfinningalegt gildi út í geim. Bílnum er ætlað að fara á sporbraut um sólina þar sem hann kemur reglulega nærri jörðinni og mars.Við stýri bílsins situr er búið að koma fyrir tómum geimbúningi eins og sjá má á Instagramsíðu Elon Musk. Þá hefur komið fram að á leið sinni út í geim mun bíllinn spila lagið Space Oddity eftir David Bowie. Þremur myndavélum hefur einnig verið komið fyrir á bílnum og sagði Musk í gær að hann reiknaði með því að bíllinn myndi halda sporbraut sinni í hundruð milljónir ára. Jafnvel í milljarð ára. Starman in Red Roadster A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Feb 4, 2018 at 9:50pm PSTÁrangur alls ekki tryggður Eins og áður segir, þá opnast skotgluggi SpaceX klukkan 18:30 í dag. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá geimskotinu. Auðvitað er um tilraunaskot að ræða og ekki er víst að geimskotið muni heppnast, þrátt fyrir góðan árangur SpaceX að undanförnu. Sjálfur sagði Musk við blaðamenn í gær að hann teldi tilraunaskotið heppnast ef eldflaugin kemst af skotpallinum og „sprengi hann ekki í tætlur“. Hann sagði eldsneytið í flaugunum þremur samsvara tæplega tveimur milljónum tonna af TNT og það yrði ekki mikið eftir af skotpallinum. Að endurbyggja pallinn gæti tekið allt að ár. Hins vegar gæti SpaceX byggt nýja Falcon Heavy á þremur til fjórum mánuðum. „Ef þetta misheppnast, þá misheppnast þetta vonandi langt inn í verkefnið svo við lærum eins mikið og við getum.“ SpaceX sagði fyrr í dag að veðrið væri mjög hentugt fyrir skotgluggann..Útsendingin - Geimskotið hefst eftir 29 mínútur og 30 sekúndurÍ frétt BBC er bent á að vel heppnað geimskot Falcon Heavy gæti leitt til vandræða í Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Þar er verið að vinna að nýrri gerð stórrar eldflaugar sem ber nafnið Space Launch System. Sú þróunarvinna hefur þegar kostað mikla peninga en það sem meira er þá mun hvert skot SLS kosta um milljarð dala á meðan hvert skot Falcon Heavy gæti kostað um 90 milljónir. Þegar hafa spurningar vaknað upp um það hvernig Bandaríkjaþing getur réttlætt notkun SLS þegar svo ódýr valkostur er að líta dagsins ljós.Tweets by SpaceX
SpaceX Tengdar fréttir Öflugasta eldflaug heimsins prófuð Falcon Heavy mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. 16. janúar 2018 14:00 „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Öflugasta eldflaug heimsins prófuð Falcon Heavy mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. 16. janúar 2018 14:00
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21
Íhuga að stöðva fjárveitingar til geimstöðvarinnar Ríkisstjórn Donald Trump beinir sjónum sínum að tunglinu. 28. janúar 2018 21:00
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent