Nóg komið Magnús Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Samfélagi ber að tryggja öryggi og velferð allra barna. Það er því þyngra en tárum taki að nú stöndum við frammi fyrir því að lykilstofnanir hafi brugðist þessu mikilvæga hlutverki og það ítrekað. Við þessu verðum við að bregðast og það ekki einvörðungu með því að rannsaka og komast að því hvað fór úrskeiðis, heldur hljótum við að þurfa að meta ábyrgðina og útiloka að slíkt geti gerst aftur. Bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld brugðust stórlega skyldum og ábyrgð í máli er varðar fyrrverandi starfsmann Barnaverndar. Starfsmaðurinn er grunaður um fjölda brota gagnvart börnum og vart þörf á að tíunda hversu óskiljanlegt það er að tilkynningar um meint athæfi mannsins hafi ítrekar dagað uppi innan kerfisins. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var gert viðvart árið 2002 og aftur árið 2008 en tilkynningar bárust lögreglunni árin 2013, 2015 og 2017. Lögregla og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa bæði brugðist við en hvort rannsóknir og áhættugreiningar á vegum sömu stofnana á sjálfum sér duga til er umhugsunarefni. Í fámennu samfélagi eins og á Íslandi er viðbúið að stutt sé á milli einstaklinga innan stofnana samfélagsins. Það ætti því að setja kröfu á okkur umfram stærri samfélög að utanaðkomandi aðilar séu fengnir til þess að rannsaka alvarleg mistök og embættisglöp. Athafnir eða athafnaleysi sem hafa mögulega leitt til þjáninga fjölda barna. Þetta er ekki spurning um einhverjar nornaveiðar innan þessara stofnana heldur er þetta eðlileg krafa samfélags sem vill tryggja öryggi og velferð barna. Ef eitthvað er þá ættu þessar stofnanir að krefjast þess að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til þess að rannsaka hvað fór úrskeiðis og með hvaða hætti því án þess er hætt við að traustið fari hratt rýrnandi. Og það er fátt sem er stofnunum sem þessum viðlíka mikilvægt og traust til þess að geta sinnt störfum sínum með fagmannlegum og vönduðum hætti. Auðvitað þarf þó að koma til viðunandi fjármagn og mannafli en lengi virðist slíku hafa verið ábótavant í löggæslumálum. Ef horft er til verkefna nokkurra deilda hlýtur að liggja ljóst fyrir að brýn þörf er á að bregðast við. Það má t.d. horfa til gríðarlega aukins álags á löggæslu vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, netglæpir vaxa á margföldum hraða miðað við fjárframlög í málaflokknum og síðast en ekki síst virðist lögreglan vart hafa undan við rannsóknir og afgreiðslu kynferðisbrota. Árum saman höfum við vanrækt innviði íslensks samfélags í nafni aðhalds, sparnaðar og stöðugleika. Löggæsla og velferð í landinu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af þessu. Hvernig ætlum við þá að takast á við það ef mistökin innan þessara kerfa má rekja til sparnaðar? Ætlum við að horfa framan í okkur sem samfélag og viðurkenna að það hefur verið gengið of langt og að fórnarkostnaðurinn hafi jafnvel verið velferð barna? Er ekki kominn tími til að byggja upp öruggt samfélag velferðar og umhyggju þó svo það sé jafnvel stundum á kostnað heilags hagvaxtar?
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun