Game of Thrones og Star Wars í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 05:55 David Benioff og D.B. Weiss eru að mati Lucasfilm einhverjir bestu núlifandi handritshöfundar heims. Vísir/Getty Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar. Game of Thrones Star Wars Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar.
Game of Thrones Star Wars Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein