Logi lýsir sig fullkomlega ósammála Mette Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2018 13:12 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Mette Frederiksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins. Vísir/EPA/Getty Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“ Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku þegar kemur flóttamannamálum. Danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum síðastliðinn mánudag þar sem þeir segjast leitast við að skapa breiða sátt um málaflokkinn. Á meðal þess sem Mette Frederiksen boðar er að þeir sem fá hæli í Danmörku þurfi að vinna að minnsta 37 klukkustundir á viku. Tillögurnar kveða einnig á um að flóttamenn hafi ekki lengur möguleika á að sækja tafarlaust um hæli við komuna til Danmerkur. Vill danski jafnaðarmannaflokkurinn þess í stað senda flóttamenn á danska stofnun sem rekin verður í ótilgreindu landi í Norður Afríku þar sem mál þeirra verður tekið fyrir. Logi segir að þessi stefna virðist því miður eiga að snúast um ómannúðlega nálgun á forsendum þeirra flokka sem jafnaðarmenn hafa gagnrýnt harðlega, og nefnir Logi þar danska þjóðarflokkinn sem dæmi.Danskir jafnaðarmenn vilja senda alla flóttamenn sem ætla að sækja um hæli Danmörku til Norður Afríku þar sem mál þeirra verða tekin til meðferðar.Vísir/GettyLogi segist hafa fengið kynningu á þessari stefnu frá Mette Fredriksen, formanni danska jafnaðarmannaflokksins, á formannafundi norrænu jafnaðarmannaflokkanna í gær. „Hún sló mig um margt afar illa og lét hana vita mjög skýrt um mína afstöðu,“ segir Logi. Hann segist vona að aðrir jafnaðarflokkar á Norðurlöndum feti ekki í spor danska systurflokksins og ætlar Logi að beita sér hart fyrir því að Samfylkingin standi fast í lappirnar og gefi aldrei afslátt á mannúð. „Að flokkurinn beiti sér fyrir því að við öxlum okkar ábyrgð, með hana að leiðarljósi, í víðtæku samstarfi við aðrar þjóðir.“ Logi segist trúa því að það sé rétta leiðin til að takast á við þær hræðilegu aðstæður sem fólk á flótta frá stríði og ömurlegum aðstæðum býr við. „Það er mikilvægt að til séu skýrar reglur um þessi mál, sem gerir okkur kleyft að búa nýjum landsmönnum góðar aðstæður. Gefa þeim möguleika á að aðlagast okkar samfélagi og gildum; þannig munum við njóta ríkulega ávaxta þeirra þeirra.,“ segir Logi. Hann segir það klárlega ekki réttu leiðina að reisa múra um Vesturlönd og búa til fyrsta og annars flokks þjóðfélagsþegna eða ala á ótta og tortryggni. „Danskir jafnaðarmenn tala um að þetta sé uppgjör við það hvað það er að vera húmanisti en nýja stefnan talar því miður öðru máli.“
Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira