Skalf úr stressi þegar hún sendi frá sér fyrsta lagið Guðný Hrönn skrifar 8. febrúar 2018 11:00 Saga Matthildur stefnir á að gefa út plötu síðar á þessu ári. Vísir/ERNIR Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Söngkonan Saga Matthildur Árnadóttir stendur á tímamótum þar sem hún gaf út sitt fyrsta lag á mánudaginn. Saga er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga samið tónlist og sungið í nokkur ár. Margir muna eftir henni úr Söngkeppni framhaldsskólanna en hún keppti árið 2015 fyrir hönd FG og hafnaði í þriðja sæti og vann símakosninguna. Saga var himinlifandi með árangurinn í keppninni en tók sér þó fljótlega smá pásu. „Ég er með kvíðaröskun og hef notað tónlistina til að vinna mig í gegnum það. Það var svo mikið í gangi á þessum tíma þannig að mig langaði aðeins að hægja á mér og taka pásu. Ég spilaði alveg á nokkrum stöðum og það var gaman en ég vildi samt taka pásu frá því að koma fram.“ En Saga er komin á fullt aftur í tónlistinni og hefur undanfarið nýtt tímann í tónlistarsköpun ásamt vini sínum, Pétri Þór Sævarssyni. „Hann tók upp nýja lagið mitt og framleiddi.“ Spurð nánar út í þetta fyrsta lag sem Saga gefur út segir hún: „Það heitir Peter Pan og ég samdi það þegar ég var 15 ára. Það er eitthvað við þetta lag, mér þykir mjög vænt um það.“ Í laginu syngur kór með Sögu á köflum. „Ég setti saman kór með því að fara bara á Facebook og finna alla vini mína sem ég vissi að gætu sungið,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að því hafi fylgt mikið stress að gefa lagið út þegar það var loksins tilbúið. „Þegar ég var að bíða eftir að fá lagið á Spotify þá skalf ég hálfan daginn, af stressi og spenningi. En ég er ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta því þetta er það sem mig er búið að langa að gera síðan ég var 6 ára.“ Aðspurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér segist Saga vona að þetta fyrsta lag sem hún gefur út sé fyrsta skrefið í átt að plötuútgáfu. „Ég er strax byrjuð að vinna í næsta lagi og vonandi kemur plata á árinu. Stefnan er sett á það.“ Áhugasamir geta hlustað á Peter Pan eftir Sögu bæði á Youtube og Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira