Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst í kvöld með fyrsta leik Lengjubikarsins.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ekki sáttur við skipulag keppninnar.
A deildin er leikin í fjórum riðlum og líkur riðlakeppninni um miðjan mars. Sigurvegarar riðlanna leika svo til undanúrslita 24. mars og úrslitaleikurinn er á dagskrá 2. apríl. Keppni í Pepsi-deild karla hefst svo 27. apríl.
„Það kemur 6 vikna bil fyrir þau lið sem komast ekki í fjögurra liða úrslit og það bil þurfa félögin að fylla með æfingaleikjum, sem mér finnst koma á röngum tíma,“ sagði Ólafur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Hann vill lengja keppnistímabilið hér á landi til að liðin geti verið samkeppnishæf. Íslandsmótið er um 20 vikur á móti tæpum 40 í Danmörku. Félögin ytra eru með fimm vikur í frí fyrir leikmenn en átta hér á Íslandi.
„Hvað erum við að gera allar hinar vikurnar? Við þurfum að nýta þann tíma til keppni. Þetta með Lengjubikarinn svo langt frá Íslandsmóti er ekki skref í rétta átt.“
Félögin fóru fram á það við mótanefnd KSÍ að hafa Lengjubikarinn á þessum tíma þar sem mörg félög fara í æfingaferðir á þeim tíma og sniðganga Lengjubikarinn.
Viðtalið í heildina má sjá í spilaranum með fréttinni.
Óli Kristjáns: Þurfum að lengja keppnistímabilið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti
