Innlent

Passinn seinkar heimför Sunnu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sunna Elvira ásamt dóttur sinni.
Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir
Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag.

„Það var eitthvert vandamál með vegabréfið hennar en það var hjá lögreglunni í Málaga,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu. Ómögulegt reyndist að nálgast vegabréfið um helgina vegna helgarleyfis lögreglu þar ytra.

Jón Kristinn segir að fjölskyldan hafi verið í sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Það staðfestir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, en segir að ráðuneytið geti ekki tjáð sig um einstaka mál.

„Ef allt gengur eftir leggur sjúkravélin af stað frá Þýskalandi á morgun og síðan verður flogið frá Spáni til Íslands hið fyrsta,“ segir Jón Kristinn. Haldi vandamálin áfram ætlar hann að fljúga út.

„Líðan Sunnu heldur áfram að versna svo það er mikilvægt að hún komist heim sem fyrst.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×