Saga tveggja manna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. janúar 2018 07:00 Einn örlagaríkan dag árið 2009 komst Mariano Rajoy, formaður Lýðflokksins og núverandi forsætisráðherra Spánar, í hann krappan þegar Baltasar Garzon lögmaður handtók höfuðpaurinn í umfangsmesta spillingarmáli Spánverja. Síðan þá hafa tugir Lýðflokksmanna verið dregnir fyrir dóm og lýðnum gert ljóst að hann hefur verið rændur um fleiri milljarða en ég kann að nefna í íslenskum krónum. Í framhaldinu fannst svart bókhald þar sem greiðslur til Rajoy eru færðar til bókar. Upp frá þessum degi hefur gengi þessara manna orðið æði ólíkt. Rajoy hefur verið forsætisráðherra frá því að Lýðflokkurinn vann kosningarnar árið 2011. Honum er nú hampað fyrir að hafa bætt efnahagsástandið á Spáni og dregið úr atvinnuleysi. Honum er einnig hossað fyrir hörkuna sem hann sýnir Katalóníumönnum en andúð í garð sjálfstæðissinna er orðin svo megn að það má vel kaupa sér vinsældir með stórkallalátum í þeirra garð. Ef kosið yrði á morgun myndi hann vinna sinn þriðja kosningasigur. Garzon man sinn fífil fegurri. Hann varð heimsþekktur þegar hann gaf út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Síle, árið 1999. Hafði hann þá upp á vasann sönnunargögn um að minnsta kosti fjörutíu tilfelli pyntinga og morða. Samt geymdi Thatcher þann síleska undir pilsfaldinum. Garzon var hins vegar sviptur lögmannsréttindum á Spáni árið 2012 á afar umdeildum forsendum. Heppilegt fyrir Rajoy. Lögmaðurinn er í útlegð. Honum er legið á hálsi fyrir að liðsinna Júlían Assange með sinn Víkíleka. Þar að auki þykir vinfengi hans við Kristínu Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, ekki lappa upp á orðstírinn. Þetta er ekki aðeins saga tveggja manna heldur sorgarsaga heillar þjóðar. Alla vega sorgleg fyrir Demókrítos gamla sem sagði að allt væri fyrir bí þegar ranglætið væri orðið að fyrirmynd og réttlætið að spotti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Einn örlagaríkan dag árið 2009 komst Mariano Rajoy, formaður Lýðflokksins og núverandi forsætisráðherra Spánar, í hann krappan þegar Baltasar Garzon lögmaður handtók höfuðpaurinn í umfangsmesta spillingarmáli Spánverja. Síðan þá hafa tugir Lýðflokksmanna verið dregnir fyrir dóm og lýðnum gert ljóst að hann hefur verið rændur um fleiri milljarða en ég kann að nefna í íslenskum krónum. Í framhaldinu fannst svart bókhald þar sem greiðslur til Rajoy eru færðar til bókar. Upp frá þessum degi hefur gengi þessara manna orðið æði ólíkt. Rajoy hefur verið forsætisráðherra frá því að Lýðflokkurinn vann kosningarnar árið 2011. Honum er nú hampað fyrir að hafa bætt efnahagsástandið á Spáni og dregið úr atvinnuleysi. Honum er einnig hossað fyrir hörkuna sem hann sýnir Katalóníumönnum en andúð í garð sjálfstæðissinna er orðin svo megn að það má vel kaupa sér vinsældir með stórkallalátum í þeirra garð. Ef kosið yrði á morgun myndi hann vinna sinn þriðja kosningasigur. Garzon man sinn fífil fegurri. Hann varð heimsþekktur þegar hann gaf út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Síle, árið 1999. Hafði hann þá upp á vasann sönnunargögn um að minnsta kosti fjörutíu tilfelli pyntinga og morða. Samt geymdi Thatcher þann síleska undir pilsfaldinum. Garzon var hins vegar sviptur lögmannsréttindum á Spáni árið 2012 á afar umdeildum forsendum. Heppilegt fyrir Rajoy. Lögmaðurinn er í útlegð. Honum er legið á hálsi fyrir að liðsinna Júlían Assange með sinn Víkíleka. Þar að auki þykir vinfengi hans við Kristínu Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, ekki lappa upp á orðstírinn. Þetta er ekki aðeins saga tveggja manna heldur sorgarsaga heillar þjóðar. Alla vega sorgleg fyrir Demókrítos gamla sem sagði að allt væri fyrir bí þegar ranglætið væri orðið að fyrirmynd og réttlætið að spotti?