Segir engan skilja hvers vegna yfirvöld neita að afhenda passann: „Óvissan er náttúrulega verst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 08:49 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga. Mynd/Unnur Birgisdóttir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, segir að enginn skilji hvers vegna lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda henni vegabréf hennar svo hún komist heim til Íslands. Hann segir óvissuna versta en Jón Kristinn er nú sjálfur á leið til Spánar til að veita Sunnu og fjölskyldu hennar stuðning og reyna að þoka málinu áfram. Sunna liggur á sjúkrahúsi í Malaga eftir slys sem hún lenti í fyrr í mánuðinum. Hún er lömuð upp að brjósti og segir Jón Kristinn að ástand hennar fari stöðugt versnandi. Sett var af stað söfnun til að koma henni heim til Íslands og hefur náðst að safna fyrir flugfarinu en kostnaðurinn við það er 5,5 milljónir króna. Alls óvíst er hins vegar hvenær Sunna kemst heim. Jón Kristinn ræddi mál Sunnu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvað væri í gangi. „Ef ég vissi það þá mynd ég segja ykkur það. En það virðist vera sem svo að yfirvöld á Spáni haldi passanum einhverra hluta vegna og útskýri það ekki frekar. Hún er ekki með réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í því máli sem maðurinn hennar tengist nú [...] sem er þetta mál sem er kennt við Skáksambandið sem er innflutningur á eiturlyfjum,“ sagði Jón Kristinn í Bítinu og vísaði þar í mál sem kom upp fyrir tæpum þremur vikum og snýr að innflutningi á töluverði magni fíkniefna.Hvorki sérfræðiaðstoð né andleg aðstoð og takmörkuð enskukunnátta Maður Sunnu, Sigurður Kristinsson, var handtekinn við komuna til Íslands í liðinni viku vegna gruns um aðild að málinu og var í kjölfarið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. „Þetta er alveg óskylt mál og ekkert komið fram sem hindrar það að hún eigi að komast heim því með hverri stundu þá fer hennar líðan versnandi og við vinir hennar og ættingjar erum mjög uggandi yfir hennar stöðu. Eftir ráðleggingar mér vitrari manna þá ákvað ég að fara út til að reyna að þoka þessu máli því þetta er algjörlega óviðunandi því hún er þarna á sjúkrahúsi í Malaga við mjög litla og takmarkaða umönnun,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagði Sunnu ekki fá neina sérfræðiaðstoð eða andlega aðstoð. Þá væri enskukunnátta heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsinu takmörkuð. „Þetta er mikil óvissa og óvissan er náttúrulega verst þegar um svona hluti er að ræða.“ Jón Kristinn segir bæði lögregluyfirvöld og utanríkisráðuneytið hér heima vinna að því fullum fetum að leysa málið. Þá ítrekar hann þakklæti Sunnu og fjölskyldu hennar til þjóðarinnar vegna söfnunarinnar sem gekk svo vel.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00