Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ólína Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eftir landsleik Íslands. Báðar hafa þær sett skóna upp í hillu eftir höfuðhögg. vísir/daníel „Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“ Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
„Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira