Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2018 06:45 Verkfallsaðgerðir fanganna á Litla-Hrauni eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum. vísir/vilhelm Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent