Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2018 06:45 Verkfallsaðgerðir fanganna á Litla-Hrauni eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum. vísir/vilhelm Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Mikils óróa gætir á Litla-Hrauni eftir árás á 18 ára hælisleitanda í íþróttasal fangelsisins í síðustu viku. Fangar hafa lagt niður störf og hafa hvorki mætt til náms né starfa þessa viku.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Já, það er rétt, það hefur verið töluverður órói á Litla-Hrauni og fangar hafa leitað til félagsins, ósáttir við hóprefsingar sem hafa verið látnar ganga yfir alla fanga undanfarna viku vegna þess sem í fjölmiðlum hefur verið lýst sem hópárás,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segir tvennum sögum fara af atvikinu og að einnig sé nokkur kurr í föngum vegna umfjöllunar fjölmiðla af málinu en henni hefur verið lýst sem hópárás sem fjöldi fanga tók þátt í og að kynþáttafordómar hafi verið kveikjan að árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Aðspurður segir Guðmundur félagið sjálft ekki standa fyrir skipulögðum mótmælaaðgerðum eða verkföllum í fangelsum. Hins vegar reyni það að miðla málum þegar eftir því er leitað og hefur hann verið í sambandi við tengiliði félagsins á Litla-Hrauni vegna málsins. Guðmundur segir fangana bæði hafa kvartað undan lokun íþróttasalarins og takmörkunum á heimsóknum barna þeirra með ómálefnalegum hætti í kjölfar agabrota. „Svo tína menn náttúrulega ýmislegt fleira til, enda víða pottur brotinn í fangelsismálum,“ segir Guðmundur. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar sem afplána á Litla-Hrauni eigi ekki annars úrkosti en að taka þátt í aðgerðum hópsins, jafnvel þótt þeir vildu helst mæta í skólann eða til sinna starfa, enda sé um að ræða hóp manna sem aðrir fangar vilji síður setja sig upp á móti. Flestir þeirra fanga sem standa fyrir aðgerðunum eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Verkfallsaðgerðir fanganna eru sagðar helst koma niður á þeim sjálfum enda felast störf þeirra meðal annars í þrifum í sameiginlegum vistarverum fanga, þvotti á fatnaði þeirra og öðrum störfum sem tengjast daglegu lífi í fangelsinu. Heimildir Fréttablaðsins herma engu að síður að aðgerðum fanganna verði mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda og ekki standi til að semja við fanga um fyrirkomulag afplánunar eða önnur réttindi þeirra í kjölfar þessara verkfallsaðgerða. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00