Ferðamenn að bíða eftir rútu leita skjóls á hárgreiðslustofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ferðamenn bíða eftir rútu í Tryggvagötu. vísir/eyþór „Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira