Ferðamenn að bíða eftir rútu leita skjóls á hárgreiðslustofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ferðamenn bíða eftir rútu í Tryggvagötu. vísir/eyþór „Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
„Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira