Innlent

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rétt rúm fjörutíu mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem þykir ekki mikið um helgi.
Rétt rúm fjörutíu mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem þykir ekki mikið um helgi. Vísir/Eyþór
Tveir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna jafnmargra líkamsárása sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Brotaþolar í málunum þurftu að leita sér læknisaðstoðar en þeir hlutu skurði og tannbrot við árásirnar auk minniháttar höfuðáverka.

Þá var einn handtekinn á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan 3 í nótt. Sá var grunaður um að hafa stolið vörum af veitingastað hótelsins og verður yfirheyrður í dag vegna málsins.

Níu voru auk þess handteknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×