Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri. Lögreglumál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri.
Lögreglumál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent