Vilja endurskoða mönnun á deildinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 20:10 Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira