Vilja endurskoða mönnun á deildinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 20:10 Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira