Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2018 18:39 Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Heiðar Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Nú í janúar voru liðin fimm ár frá því olíuleitin hófst formlega í Ráðherrabústaðnum og óhætt er að segja að þessi tíðindi í dag komi verulega á óvart. Aðeins er mánuður frá því norska Stórþingið samþykkti ósk Petoro um að fjórfalda framlög til olíuleitarinnar í ár, en stjórnarformaður Eykons segir að sérleyfishafarnir hafi ákveðið á fundi í nóvember, fyrir aðeins tveimur mánuðum, að halda áfram. „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, - en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ segir Heiðar. -Hvað gerðist í millitíðinni? „Ég bara kann ekki að skýra það. Við höfum óskað eftir útskýringum. Þetta hefur náttúrlega bara verið að gerast á síðustu dögum. Fresturinn til að skila inn leyfinu rann út núna í dag þannig að við vorum á síðustu dögum að spyrja; hvað hefur raunverulega breyst?“ Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði haustið 2015 þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Heiðar segir að Petoro hafi í fyrstu verið andsnúið tillögu Kínverjanna um að hætta við og það hafi komið mjög á óvart fyrir helgi að Norðmennirnir skyldu breyta um stefnu, eftir að hafa lagt til grunnboranir og fengið fjárveitingu þingsins. „Fyrir mér, - ég er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík, - þetta lyktar aðeins af pólitík. Þetta lyktar af einhverju öðru heldur en viðskiptalegum forsendum. Vegna þess að það sem við erum búnir að vera að gera þarna er að við erum búnir að eyða milljörðum í að þróa áfram þetta leyfi, í mikilvægar rannsóknir, og erum búnir að staðsetja þarna sex áhugaverðar olíulindir, að við teljum.“ Í tilkynningu Orkustofnunar í dag kemur fram að CNOOC og Petoro hafi ákveðið að gefa leyfið eftir „..í ljósi fyrirliggjandi gagna um jarðfræði svæðisins og annarra þátta sem varða meðal annars rannsóknarkostnað að teknu tilliti til áhættu“. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC var stærsti aðili eina virka sérleyfisins á Drekasvæðinu.Grafík/Stöð 2. En nú er það stóra spurningin: Er þessum kafla í atvinnusögu Íslands endanlega lokið eða verður framhald á? Eykon vill halda áfram. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Orkustofnun lýsti því hins vegar yfir í dag að hún teldi forsendur leyfisins brostnar. Það væri mat hennar að Eykon Energy réði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við næsta áfanga rannsóknaráætlunarinnar. En neyðist Eykon þá ekki til að skila inn leyfinu? „Samkvæmt reglum leyfisins, - ef við skilum því ekki inn, - þá erum við ennþá með leyfið. Svo getur vel verið að það sé pólitískur þrýstingur á þá að slátra þessu leyfi,“ svarar stjórnarformaður Eykons. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00 Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vilja einbeita sér að fjórfalt stærri olíulind en fundist hafi við Noreg Stjórnarformaður Eykons segir menn vilja einbeita sér að CNOOC-leyfinu, sem gefi fyrirheit um fjórfalt stærri olíulind á Drekasvæðinu en fundist hafi við Noreg og Bretland. 4. janúar 2017 20:00
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15