Grunaður um áralöng brot gegn pilti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Karlmaður var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, grunaður um kynferðisbrot gegn pilti. vísir/gva Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira