Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2018 12:15 Pawel Bartoszek. Vísir Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. Hugmyndin um sjálfkeyrandi bíla sé heillandi en ólíkleg til þess að bæta almenningssamgöngur. Grein Pawels, 300 borgarlínur frá áramótum, sem birtist í Fréttablaðinu í gær vakti töluverða athygli. Þar svaraði hann umræðu þess efnis að uppbygging hinnar fyrirhuguðu Borgarlínu væri úrelt hugmynd þar sem stutt væri í að sjálfakandi leigubílar myndu taka yfir almenningssamgöngur. Vakti hann athygli á því að frá aldamótum hafi um 300 borgir um allan heim opnað kerfi sem sambærilegt væri Borgarlínunni. „Við erum alltaf að tala um Reykjavík, við tölum hana svolítið niður í stærð. Við erum að tala um hana sem algjöran smábæ,“ sagði Pawel sem ræddi greinina í Brennslunni á FM 957 í morgun. Bað hann þáttastjórnendur að ímynda sér að Ísland hefði aldrei orðið sjálfstætt og verið áfram hluti af Danaveldi en að byggð hefði að öðru leyti þróast á sambærilegan hátt. Höfuðborgarsvæðið væri þá þriðja stærsta borg Danmerkur, aðeins Kaupmannahöfn og Árósar væru stærri. Á Norðurlöndunum væri höfuðborgarsvæðið í 10-11. sæti. „Borgir af þessari stærð á Norðurlöndunum eru langflestar annaðhvort með eitthvað sporbundið, þá er ég ekki einu sinni að tala um strætó heldur bara sporvagna eða lestarsamgöngur inn og út úr borg eða metró, eða eru að koma sér upp þannig kerfi,“ sagði Pawel.Heillaður og spenntur fyrir hugmyndinni um sjálfkeyrandi bíla Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að byggja upp kerfi hraðvagna sem verði rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Stefnt er að því að tíðni ferða verði á um fimm til sjö mínútna fresti. Áætlaður kostnaður er um 70 milljarðar og standa vonir til þess að Borgarlína geti orðið að veruleika ánæstu fimm til tíu árum. Ýmsir hafa þó gagnrýnt þessar áætlanir, þá helst Frosti Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður, en í grein á vefsíðu Frosta sagði hann meðal annars að vistvænir sjálfkeyrandi bílar væru handan við hornið. Myndu þeir keppa við einkabílinn, leigubíla og almenningsvagna og þar með minnka eftirspurn eftir almenningssamgöngum. „Ég er jafn spenntur og heillaður yfir hugmyndinni um það að geta sest upp í bílinn minn, fengið mér bjór og hann keyrir mig heim, eins og allir aðrir,“ sagði Pawel, aðspurður um þessar hugmyndir um sjálfkeyrandi bíla og hvaða áhrif þeir myndu hafa á almenningssamgöngur. Þessi tækni væri þó ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna. Líklegast myndi innleiðing slíkra bíla helst verða til þess að bílum myndi fjölga á götum borgarinnar. „Þróun á tækni verður oftast þannig að fyrst er ný tækni helst á færi þeirra sem eru ríkastir og fínastir og síðan dreifist hún til allra. Ef ég hugsa um mitt nánasta umhverfi, mér finnst bara líklegt að með þessari tækni muni bílum í mínu umhverfi fjölga. Fólk eins og mamma mín sem hefur aldrei keyrt mun kannski bara fá sér bíl,“ sagði Pawel. Þá væri einnig líklegt að innleiðing slíkra bíla yrði til þess að ráðast þyrfti í framkvæmdir til þess að auðvelda þeim að keyra um göturnar. Einnig að gera ráð fyrir því að veðuraðstæður á Íslandi væru ekki alltaf eins og best yrði á kosið. „Þessi tækni ein og sér mun útheimta það sama og bílar gera alltaf, meira rými og hugsanlega einhverja breytingu á því hvernig vegir eru hannaðir,“ sagði Pawel. „Það er svolítið fyndið að setja þetta til höfuðs hugmyndinni um að byggja upp almenningssamgöngur vegna þess að þessi tækni er engan veginn komin.“Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka.mynd/borgarlinan.isVill ekki „troða fólki“ í almenningssamgöngur Þá væri það einfaldlega skynsamlegt að veita strætisvögnum eða almenningsvögnum forgang í umferðinni, líkt og stefnt er að með þeim vögnum sem munu keyra um í Borgarlínukerfinu. „Það verður aldrei óskynsamlegt, sama hver það er sem keyrir bílinn eða hvort hann keyri hann ekki eða hvað bílarnir eru stórir, að stór bíll sem tekur 50 manns fari hraðar um heldur en stór bíll sem tekur einn,“ sagði Pawel. „Það er sama hvort bílarnir eru sjálfkeyrandi eða ekki. Það borgar sig með einhverjum hætti að veita bílum, svona heildsölum í farþegaflutningum einhvers konar forgang í umferðinni.“ Bætti hann þó við að það væri ekki sitt markmið að „troða öllum í almenningssamgöngur“ hins vegar væri æskilegt að fjölga þeim sem noti almenningssamgöngur. „Fólk sem er ungt, fólk sem er í háskóla getur ákveðið að nota tíma sinn frekar og vera í strætó og vera þá aðeins lengur á leiðinni en borga miklu minna fyrir samgöngur. Sleppa því að reka bíl og það er kannski það sem ég er að hugsa, að gefa fólki tækifæri á því að sleppa að kaupa sér bíl fyrr en það er kannski orðið 24-55 ára heldur en að þurfa að gera það þegar það er 17 ára.“Hlusta má á viðtalið við Pawel í heild sinni hér fyrir neðan. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. Hugmyndin um sjálfkeyrandi bíla sé heillandi en ólíkleg til þess að bæta almenningssamgöngur. Grein Pawels, 300 borgarlínur frá áramótum, sem birtist í Fréttablaðinu í gær vakti töluverða athygli. Þar svaraði hann umræðu þess efnis að uppbygging hinnar fyrirhuguðu Borgarlínu væri úrelt hugmynd þar sem stutt væri í að sjálfakandi leigubílar myndu taka yfir almenningssamgöngur. Vakti hann athygli á því að frá aldamótum hafi um 300 borgir um allan heim opnað kerfi sem sambærilegt væri Borgarlínunni. „Við erum alltaf að tala um Reykjavík, við tölum hana svolítið niður í stærð. Við erum að tala um hana sem algjöran smábæ,“ sagði Pawel sem ræddi greinina í Brennslunni á FM 957 í morgun. Bað hann þáttastjórnendur að ímynda sér að Ísland hefði aldrei orðið sjálfstætt og verið áfram hluti af Danaveldi en að byggð hefði að öðru leyti þróast á sambærilegan hátt. Höfuðborgarsvæðið væri þá þriðja stærsta borg Danmerkur, aðeins Kaupmannahöfn og Árósar væru stærri. Á Norðurlöndunum væri höfuðborgarsvæðið í 10-11. sæti. „Borgir af þessari stærð á Norðurlöndunum eru langflestar annaðhvort með eitthvað sporbundið, þá er ég ekki einu sinni að tala um strætó heldur bara sporvagna eða lestarsamgöngur inn og út úr borg eða metró, eða eru að koma sér upp þannig kerfi,“ sagði Pawel.Heillaður og spenntur fyrir hugmyndinni um sjálfkeyrandi bíla Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að byggja upp kerfi hraðvagna sem verði rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Stefnt er að því að tíðni ferða verði á um fimm til sjö mínútna fresti. Áætlaður kostnaður er um 70 milljarðar og standa vonir til þess að Borgarlína geti orðið að veruleika ánæstu fimm til tíu árum. Ýmsir hafa þó gagnrýnt þessar áætlanir, þá helst Frosti Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður, en í grein á vefsíðu Frosta sagði hann meðal annars að vistvænir sjálfkeyrandi bílar væru handan við hornið. Myndu þeir keppa við einkabílinn, leigubíla og almenningsvagna og þar með minnka eftirspurn eftir almenningssamgöngum. „Ég er jafn spenntur og heillaður yfir hugmyndinni um það að geta sest upp í bílinn minn, fengið mér bjór og hann keyrir mig heim, eins og allir aðrir,“ sagði Pawel, aðspurður um þessar hugmyndir um sjálfkeyrandi bíla og hvaða áhrif þeir myndu hafa á almenningssamgöngur. Þessi tækni væri þó ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna. Líklegast myndi innleiðing slíkra bíla helst verða til þess að bílum myndi fjölga á götum borgarinnar. „Þróun á tækni verður oftast þannig að fyrst er ný tækni helst á færi þeirra sem eru ríkastir og fínastir og síðan dreifist hún til allra. Ef ég hugsa um mitt nánasta umhverfi, mér finnst bara líklegt að með þessari tækni muni bílum í mínu umhverfi fjölga. Fólk eins og mamma mín sem hefur aldrei keyrt mun kannski bara fá sér bíl,“ sagði Pawel. Þá væri einnig líklegt að innleiðing slíkra bíla yrði til þess að ráðast þyrfti í framkvæmdir til þess að auðvelda þeim að keyra um göturnar. Einnig að gera ráð fyrir því að veðuraðstæður á Íslandi væru ekki alltaf eins og best yrði á kosið. „Þessi tækni ein og sér mun útheimta það sama og bílar gera alltaf, meira rými og hugsanlega einhverja breytingu á því hvernig vegir eru hannaðir,“ sagði Pawel. „Það er svolítið fyndið að setja þetta til höfuðs hugmyndinni um að byggja upp almenningssamgöngur vegna þess að þessi tækni er engan veginn komin.“Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka.mynd/borgarlinan.isVill ekki „troða fólki“ í almenningssamgöngur Þá væri það einfaldlega skynsamlegt að veita strætisvögnum eða almenningsvögnum forgang í umferðinni, líkt og stefnt er að með þeim vögnum sem munu keyra um í Borgarlínukerfinu. „Það verður aldrei óskynsamlegt, sama hver það er sem keyrir bílinn eða hvort hann keyri hann ekki eða hvað bílarnir eru stórir, að stór bíll sem tekur 50 manns fari hraðar um heldur en stór bíll sem tekur einn,“ sagði Pawel. „Það er sama hvort bílarnir eru sjálfkeyrandi eða ekki. Það borgar sig með einhverjum hætti að veita bílum, svona heildsölum í farþegaflutningum einhvers konar forgang í umferðinni.“ Bætti hann þó við að það væri ekki sitt markmið að „troða öllum í almenningssamgöngur“ hins vegar væri æskilegt að fjölga þeim sem noti almenningssamgöngur. „Fólk sem er ungt, fólk sem er í háskóla getur ákveðið að nota tíma sinn frekar og vera í strætó og vera þá aðeins lengur á leiðinni en borga miklu minna fyrir samgöngur. Sleppa því að reka bíl og það er kannski það sem ég er að hugsa, að gefa fólki tækifæri á því að sleppa að kaupa sér bíl fyrr en það er kannski orðið 24-55 ára heldur en að þurfa að gera það þegar það er 17 ára.“Hlusta má á viðtalið við Pawel í heild sinni hér fyrir neðan.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44 Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00 Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu Þrír af fimm frambjóðendum í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja ekki eyða fjármunum í þróun borgarlínu heldur takast á við umferðarþunga borgarinnar með öðrum hætti. 20. janúar 2018 20:44
Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur. 4. september 2017 20:00
Tólf prósent noti almenningssamgöngur Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. 8. júní 2017 07:00