Sorglegt ef fjármunum sé eytt í úrelt lestakerfi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2017 21:45 Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.” Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Borgarlína og fluglest eru úrelt þar sem sjálfakandi leigubílar munu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum. Þetta segir Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í fréttum Stöðvar 2 og hvetur sveitarstjórnarmenn til að hugsa málin upp á nýtt. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen kynnti nýlega sjálfkeyrandi rafbílinn Sedric en margir telja að með slíkum sjálfrennireiðum hylli undir samgöngubyltingu, eins og lesa má um í skýrslu RethinkX. Með framþróun í rafhlöðum, sjóntækni og gervigreind taki slíkir vagnar yfir stóran hluta fólksflutninga.Volkswagen kynnti Sedric á bílasýningu í Sviss fyrir tveimur mánuðum.Mynd/Volkswagen Group.Rekstrarhagfræðingurinn Frosti Sigurjónsson segir nýjustu spár gera ráð fyrir að þetta gerist mjög hratt. Nú líti út fyrir að sjálfakandi rafbílar verði komnir á göturnar árið 2020. „Og þeim muni fjölga með ógnarhraða eftir það, miklu hraðar en ný tækni venjulega. Þetta verði svokölluð umbylting bílgreinarinnar,” segir Frosti. Hann telur sjálfakandi leigubíla taka yfir almenningssamgöngur. Það verði ódýrara og þægilegra fyrir fólk að fá slíkan rafbíl beint heim að dyrum fremur en að nýta sér kerfi almenningsvagna í núverandi mynd með tilheyrandi biðstöðvum. „Það þurfa að vera stoppistöðvar þar sem við geymum fólk, farþegana, á lager. Þeir þurfa að bíða í sjö mínútur eða tíu mínútur, - eða í hálftíma um helgar. Allt þetta er úrelt. Við eigum ekki að þurfa að hafa þessa framtíðarsýn. Hún er fortíðin.” Á sama hátt sé fluglest til Keflavíkur óþarfa sóun. Markmiðum um minni mengun, öryggi og góða þjónustu sé öllum hægt að ná með sjálfakandi rafknúnum leigubílum, að mati Frosta. „Það er bara framtíðin sem er að koma. Og það væri mjög sorglegt að daginn sem við erum að opna léttlestakerfið, eða sporvagnakerfið, - búin að eyða í það 50 til 100 milljörðum, - þá komum við í þá opnun á sjálfakandi leigubíl því það ætlar enginn að nota léttlestina, eða léttvagnana. Það væri sorglegt. Endurskoðum þetta. Það er það sem ég segi.”
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30 Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Spá því að við yfirgefum einkabílinn innan 15 ára fyrir þægindi og sparnað Ný bandarísk skýrsla spáir stórfelldri fækkun einkabíla og að árið 2030 fari Bandaríkjamenn 95 prósent allra ferða í sjálfkeyrandi rafbílum í eigu leigubílafyrirtækja. 17. maí 2017 21:30
Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. 28. maí 2016 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06