Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira