Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 19:43 Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í sumar sagðist hann hafa strax byrjað að halda minnisblöð eftir fyrstu samskipti sín við Trump því hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um þau. Vísir/AFP Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Starfsmenn sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins ræddu við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Donald Trump forseti rak, í fyrra. Spurðu þeir hann meðal annars um minnisblöð sem hann hélt um samskipti sín við Trump. New York Times greindi frá því í dag að rannsakendur Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, hefðu rætt við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, í fleiri klukkustundir í síðustu viku. Sessions er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trump sem hefur gefið Mueller skýrslu. Nú hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að Comey hafi rætt við rannsakendurna í fyrra. Viðtalið hafi aðallega snúist um minnisblöð sem Comey hélt um það sem hann taldi óviðeigandi samskipti Trump við sig í fyrra. Í eitt skipti taldi Comey að Trump hefði beðið sig um að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum.Trump er sagður hafa verið bálreiður við Sessions þegar hann dró sig í hlé frá Rússarannsókninni í fyrra. Lögmaður Hvíta hússins hafi þrýst á hann að lýsa sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið.Vísir/AFPEftir að Trump rak Comey í fyrra skipaði dómsmálaráðuneytið Mueller til að rannsaka möguleg tengsl við Rússa og jafnframt hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar sem FBI hafði þá unnið að frá því árið áður. Sessions er talinn vera lykilvitni um bæði atriði. Hann var bæði háttsettur starfsmaður framboðsins þegar meint samráð við Rússa á að hafa átt sér stað og kom nærri ákvörðun Trump um að reka Comey. Sessions lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina í fyrra. Skömmu eftir að Trump rak Comey, lýsti hann í sjónvarpsviðtali að Rússarannsókn FBI hefði verið ástæðan. Flynn, sem Comey taldi að Trump vildi að hann hætti að rannsaka, játaði sig sekan af ákæru sérstaka rannsakandans um að hafa logið að alríkislögreglunni í byrjun síðasta mánaðar. Hann er sagður vinna með rannsókn Mueller.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45