Fín frammistaða á La Manga þrátt fyrir tap Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt 14. landsliðsmark í leiknum gegn Noregi í gær. vísir/eyþór „Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru bara jákvæð. Þetta var erfiður leikur gegn erfiðum mótherja. Hugarfarið var gott og við spiluðum á köflum vel. Það var gott að geta gefið leikmönnum tækifæri. Þetta var langt frá því að vera fullkomið en ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 2-1 tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á La Manga. Þetta var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í janúar frá upphafi. Ísland fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu kom Fanndís Friðriksdóttir íslenska liðinu yfir með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í hennar 90. landsleik. Hún fékk gott tækifæri til að skora annað í fyrri hálfleik en Cecilie Fiskerstrand, markvörður Noregs, varði frá henni. Norðmenn sóttu meira í leiknum en íslenska vörnin hélt lengst af ágætlega og Sandra Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu. Hún kom þó engum vörnum við þegar Synne Sofie Jensen jafnaði metin þremur mínútum fyrir hálfleik eftir laglega norska sókn. Jensen var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hún skoraði sigurmark Noregs eftir mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur í vörn Íslendinga. „Það er 23. janúar, leikmenn voru þreyttir og erfitt að framkvæma tæknilega hluti. Ákvarðanatökur og annað slíkt hefðu mátt vera betri,“ sagði Freyr aðspurður hvað íslenska liðið hefði getað gert betur í leiknum í gær. „Það er aukaatriði í stóru myndinni. Ég var búinn að tala um það við þær að þetta væri tíminn til að láta reyna á sig, gera mistök og þroskast.“ Fimm nýliðar komu við sögu í íslenska liðinu í gær. Áðurnefnd Anna Rakel var í byrjunarliðinu og þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir komu inn á sem varamenn. Anna Rakel, sem var í lykilhlutverki hjá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA á síðasta tímabili, lék allan leikinn sem vinstri kantbakvörður. Henni er ætlað að veita Hallberu Gísladóttur samkeppni um þá stöðu. „Anna Rakel gerði mistök í öðru markinu en það er eitthvað sem hún fær að komast upp með núna og lærir af því,“ sagði Freyr. „Hallbera hefur verið ein um þessa stöðu í lengri tíma. Anna Rakel er mjög efnileg og vonandi nær hún að taka skref fram á við og setja pressu á Hallberu. Að sama skapi ýtir þetta vonandi við Hallberu að halda áfram að vera í fremstu röð, sem ég efast ekki um að hún geri.“ Freyr stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að fylla skarðið sem Dagný Brynjarsdóttir skildi eftir sig. Dagný er barnshafandi og tekur ekki frekari þátt í undankeppni HM 2019. Í leiknum gegn Noregi spilaði Rakel Hönnudóttir í stöðu Dagnýjar og komst vel frá sínu. „Mér fannst hún leysa það mjög vel. Rakel hljóp mikið, staðsetti sig vel og tók bardagann í loftinu þar sem við munum eðlilega sakna Dagnýjar. Rakel er einn af kostunum sem koma til greina og hún tók 90 mínútur í þessu hlutverki í dag [í gær] og gerði það mjög vel,“ sagði Freyr. Með því að færa Rakel inn á miðjuna leysir hann eitt vandamál en fær annað upp í hendurnar. „Rakel var búin að ná góðum tökum á stöðu hægri kantbakvarðar. Maður er að fórna annarri stöðu. Svava [Rós Guðmundsdóttir] og Selma fengu að spreyta sig þar og skiluðu fínu dagsverki.“ Næsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins er hið árlega mót á Algarve á Portúgal. Það stendur yfir frá 28. febrúar til 7. mars. Þar verður Ísland í riðli með Danmörku, Japan og Evrópumeisturum Hollands.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira