Íslendingar geta mætt risaliðum í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 07:30 Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020. Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira