„Skrímslið“ misnotaði fimleikastúlkurnar fyrir framan aðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2018 13:30 Mattie Larson grét er hún sagði sögu sína. Fimleikalæknirinn og barnaníðingurinn Larry Nassar fær að vita örlög sín í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hans. Alls hafa 158 konur sakað hann um að beita sig kynferðislegu ofbeldi en hann var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins um árabil og misnotaði á þeim tíma fjöldan allan af stúlkum, þar á meðal margfalda Ólympíumeistara. Hver stúlkan á fætur annarri hefur mætt í réttarsalinn í Michiganríki og sagt sína sögu. Sumar hafa fyrirgefið Nassar og biðja fyrir honum og fjölskyldu hans en aðrar eru eðlilega bálreiðar. Átakanlegt hefur verið fyrir alla að fylgjast með konunum berjast við það að segja sögu sína í gegnum tárin. Ljóst er að Nassar mun ekki verða aftur frjáls maður þar sem hann er nú þegar á leið í steininn í 60 ár fyrir vörslu barnakláms.Að neðan má sjá Mattie Larsson gefa vitnisburð í dómssal vegna málsins.Mattie Larson, fyrrverandi Bandaríkjameistari í fimleikum, var ekki á því að fyrirgefa Nassar eða biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Þvert á móti sagðist hún „fokking hata“ Nassar fyrir það sem hann gerði henni. Læknirinn misnotaði Larson, sem er 25 ára í dag, meðal annars í stofunni á Karolyi-búgarðinum þar sem bandaríska fimleikalandsliðið æfir í Texas. Það gerði hann oft þegar að þjálfararnir voru inn í sama herbergi. „Ef hann er að gera þetta fyrir framan vini mína þá getur þetta ekki verið það sæmt?“ sagði Larson er hún rifjaði upp hvernig henni leið á þessum tíma. „Larry, þú varst á eini sem ég treysti en á endanum varst þú hættulegasta skrímslið af þeim öllum. Þú breyttir íþróttinni sem ég elska í algjört helvíti.“ „Ég get ekki komið því í orð hvað ég hata þig fokking mikið. Engin verðlaun eða viðurkenningar eru þess virði að láta misnota sig,“ sagði Mattie Larson.Frétt BBC um sjöunda dag réttarhaldanna má lesa hér. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00 Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Fimleikalæknirinn og barnaníðingurinn Larry Nassar fær að vita örlög sín í dag þegar kveðinn verður upp dómur í máli hans. Alls hafa 158 konur sakað hann um að beita sig kynferðislegu ofbeldi en hann var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins um árabil og misnotaði á þeim tíma fjöldan allan af stúlkum, þar á meðal margfalda Ólympíumeistara. Hver stúlkan á fætur annarri hefur mætt í réttarsalinn í Michiganríki og sagt sína sögu. Sumar hafa fyrirgefið Nassar og biðja fyrir honum og fjölskyldu hans en aðrar eru eðlilega bálreiðar. Átakanlegt hefur verið fyrir alla að fylgjast með konunum berjast við það að segja sögu sína í gegnum tárin. Ljóst er að Nassar mun ekki verða aftur frjáls maður þar sem hann er nú þegar á leið í steininn í 60 ár fyrir vörslu barnakláms.Að neðan má sjá Mattie Larsson gefa vitnisburð í dómssal vegna málsins.Mattie Larson, fyrrverandi Bandaríkjameistari í fimleikum, var ekki á því að fyrirgefa Nassar eða biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Þvert á móti sagðist hún „fokking hata“ Nassar fyrir það sem hann gerði henni. Læknirinn misnotaði Larson, sem er 25 ára í dag, meðal annars í stofunni á Karolyi-búgarðinum þar sem bandaríska fimleikalandsliðið æfir í Texas. Það gerði hann oft þegar að þjálfararnir voru inn í sama herbergi. „Ef hann er að gera þetta fyrir framan vini mína þá getur þetta ekki verið það sæmt?“ sagði Larson er hún rifjaði upp hvernig henni leið á þessum tíma. „Larry, þú varst á eini sem ég treysti en á endanum varst þú hættulegasta skrímslið af þeim öllum. Þú breyttir íþróttinni sem ég elska í algjört helvíti.“ „Ég get ekki komið því í orð hvað ég hata þig fokking mikið. Engin verðlaun eða viðurkenningar eru þess virði að láta misnota sig,“ sagði Mattie Larson.Frétt BBC um sjöunda dag réttarhaldanna má lesa hér.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00 Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Enn að reyna að rukka fjölskylduna fyrir „meðferð“ 15 ára dóttur þeirra hjá níðingnum Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. 23. janúar 2018 11:00
Toppar bandaríska fimleikasambandsins segja af sér Bandaríska fimleikasambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna þess að læknir bandaríska fimleikalandsliðsins komst upp með að misnota fjölda fimleikastúlkna í tvo áratugi. 23. janúar 2018 10:00
„Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00
Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. 20. janúar 2018 22:44