Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 24. janúar 2018 12:57 Veðurstofan vaktar Seyðisfjörð sérstaklega vegna snjóflóðahættu. Vísir Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld Seyðisfjörður Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira