Kínverskum konum gengur illa að koma #metoo í gegnum ritskoðendur internetsins Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 14:27 Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Vísir/Getty Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála. MeToo Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ritskoðendur internetsins í Kína vinna nú hörðum höndum að því að stöðva #metoo umræðu á samfélagsmiðlum þar í landi. Konum hefur gegnið illa að koma sögum sínum út og er færslum eytt ótt og títt. Búið er að koma í veg fyrir notkun orðasambanda sem snúa að því að berjast gegn kynferðislegri áreitni og eyða undirskriftalistum þar sem kallað eftir því að konur séu varðar betur. Þar að auki hafa embættismenn varað aðgerðarsinna við því að vera of háværir og gefið hefur verið í skyn að þeir gætu verið taldir svikarar á vegum erlendra andstæðinga Kína. Þetta kemur fram í frétt New York Times.Baráttan gegn #metoo hreyfingunni kemur eftir að fjöldi kvenna hafa kallað eftir því að ásakanir gegn yfirmönnum, samstarfsfélögum og kennurum verði rannsakaðar.Þótti komið á flug Nokkrir embættismenn sem koma að menntakerfi Kína hafa verið reknir úr störfum sínum og þar á meðal einn prófessor sem mun hafa brotið gegn minnst sex nemendum sínum á fimmtán árum. Meðal annars hefur hann verið sakaður um nauðgun. Fjallað var um mál hans í opinberum fjölmiðlum Kína og þótti það til marks um að hreyfingin væri komin á flug. Þá hafði mikil ritskoðun þegar farið farið fram á samfélagmiðlum í Kína en hún virðist vera orðin mun meiri nú.Í umfjöllun New York Times segir að stjórnvöld Kína noti oft jafnrétti kynjanna í áróðri ríkisins en hins vegar hafi lítið verið gert við aukið kynjamisrétti og mismunun. Þá séu nánast bara karlar í æðstu stöðum Kommúnistaflokks Kína og háttsettir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Kína séu varðir gegn ásökunum um kynferðisbrot. Þar að auki eru lög ríkisins um nauðgun og áreitni óljós og sjaldan falla dómar konum í vil. Fyrirtæki rannsaki sjaldan ásakanir á hendur körlum og grípi sjaldan til aðgerða.Rappið litið hornauga Yfirvöld Kína hafa einnig gripið til aðgerða gegn Rappi. Mjög vinsæll sjónvarpsþáttur um rappheim landsins vakti gífurlega athygli í sumar og naut mikilla vinsælda. Nokkrir af keppendum þáttarins urðu stjörnur og rappið varð fljótt að umfangsmiklum og hagvænum iðnaði. Nú virðist þó sem að það sé búið. PG One, einn af efstu keppendum The Rap of China, var nýverið sakaður um að eiga í ástarsambandi við gifta konu. Þær fregnir voru aldrei staðfestar, samkvæmt frétt BBC, en ríkisfjölmiðlar Kína fóru fljótt mjög harkalega gegn PG One og rappinu í Kína eins og það leggur sig.PG One hefur verið sakaður um að vanvirða konur, hvetja til fíkniefnaneyslu og ýmislegt fleira. Kínverska ríkið hefur nú ákveðið að sjónvarpsstöðvar þar í landi megi ekki lengur sýna efni sem snýr á nokkurn hátt að rappi, né rappara. Í minnisblaði frá stofnun sem heldur utan um fjölmiðla og sjónvarpsútsendingar í Kína stóð að allir þættir yrðu að fylgja fjórum „tónum“ um hvernig fólki sjónvarpsfólk megi bjóða í þætti sína. Þau verði að vera heilsteypt og án hneykslismála.
MeToo Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira