Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 23:04 Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“ Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“
Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20