Stjarnan vill ekki skrifa undir fyrir Guðjón fyrr en að FIFA gefur grænt Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:30 Guðjón Baldvinsson verður að vera klár fyrir Stjörnuna í apríl. vísir/anton brink Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, er staddur á Indlandi þar sem hann bíður eftir því að fá keppnisleyfi með Kerala Blasters í indversku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera ekki kominn með leikheimild flaug Guðjón til Indlands í gær og er kominn á liðshótelið þar sem hann bíður eftir því að fá grænt ljós. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíða eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón við Vísi í morgun. Málið er í biðstöðu því Stjarnan þarf að fá staðfestingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, um að Guðjón fái leikheimild með Stjörnunni þegar að hann kemur til baka í mars. „KSÍ hefur ekki getað svarað því,“ segir Victor Ingi Olsen, rekstarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Vísi. „KSÍ sendi fyrirspurn á FIFA til að fá það staðfest að hægt sé að lána leikmenn svona stutt en fá þá með leikheimild þegar að þeir koma til baka.“ Reglur FIFA eru þannig að einungis er hægt að lána leikmenn á milli tveggja félagaskiptaglugga, það er svokallað lágmarks lánstímabil. Það sem Stjarnan þarf að vita er til dæmis hvort um sé að ræða glugga í sama landi því ef farið er eftir indverska glugganum lokast Guðjón inni. „Glugginn á Indlandi opnar ekki aftur fyrr en í júní þegar að hann lokar núna og þá gæti Guðjón ekki spilað með okkur fyrr en í júlí,“ segir Victor Ingi, en augljóslega vilja Garðbæingar geta spilað framherjanum þegar Pepsi-deildin hefst í lok apríl. „Það gæti verið hægt að túlka þetta þannig að gluggi eitt sé á Indlandi og gluggi tvö á Íslandi og svo hafa verið gefnar undanþágur þegar menn eru að skipta á milli deilda sem eru spilaðar annars vegar um vetur og svo um sumar.“ „En, það er leikur á laugardaginn hjá Kerala Blasters þannig það var ákveðið að Gaui færi út. Hann var á Saga Class með Emirates alla leið. Það fór ekkert illa um hann. Ég vona bara að það komi svar við þessu í dag þannig að við getum skrifað undir pappírana,“ segir Victor Ingi Olsen.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Framherji Stjörnunnar veit ekki hvort hann verði í þrjá daga eða þrjá mánuði á Indlandi. 25. janúar 2018 07:59