Kolbeinn í kapphlaupi við að ná síðustu leikjum Íslands fyrir HM-valið Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 12:15 Kolbeinn á æfingunni í dag. mynd/nantes fc Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa aftur með franska úrvalsdeildarliðinu Nantes en hann getur ekki byrjað að spila fyrr en í fyrsta lagi í lok febrúar en líklega ekki fyrr en í mars. Frá þessu greindi Claudio Ranieri, þjálfari Nantes, á blaðamannafundi í dag en á Twitter-síðu félagsins birtist mynd af Kolbeini á hlaupum með styrktarþjálfara. „Kolbeinn var á æfingunni en hann þarf lengri tíma,“ sagði Ranieri sem var spurður hvort svo færi að Kolbeinn myndi spila leik með Nantes á þessu tímabili. „Það fer eftir því hvort hann komist almennilega af stað. Hann þarf enn þá einn til einn og hálfan mánuð í viðbót áður en hann spilar.“ „Ég vona að þetta gangi upp. Kolbeinn hefur lagt hart að sér til að koma sér í stand en hann á nokkuð langt í land líkamlega sem er eðlilegt,“ sagði Claudio Ranieri. Kolbeinn hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í lok ágúst 2016 en hann var lánaður til Galatasary í Tyrklandi undir lok félagaskiptagluggans það sama ár en hann spilaði aldrei fyrir tyrkneska félagið. Íslenska landsliðið á tvo æfingaleik í mars þannig Kolbeinn má væntanlega ekki fara mikið seinna af stað en snemma í þeim mánuði ætli Heimir Hallgrímsson að taka hann með til Bandaríkjanna í leikina á móti Perú og Mexíkó. Það eru síðustu vináttuleikirnir áður en HM-hópurinn verður valinn í maí.Claudio Ranieri : "Voir @KSigthorsson jouer ? Cela dépendra de sa récupération. Mais il a encore besoin d'un mois, un mois et demi." #EAGFCNpic.twitter.com/B7Nt2M8vmJ — FC Nantes (@FCNantes) January 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira