Golf

Ólafía Þórunn keppir ekki í dag | Leik frestað vegna veðurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju. mynd/golf.is/seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun ekki spila annan hringinn sinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ástæðan er að mótshaldarar hafa flautað daginn af vegna slæms veðurs.

Það hefur verið mikið rok á Paradísareyju í dag og í gær og spáin segir að það sé ekkert að breytast. Mótshaldarar flautuðu því daginn af.





Samkvæmt upplýsingum frá LPGA þá er ekkert búið að ákveða um framhaldið á mótinu.

Ólafía Þórunn lék á 77 höggum á fyrsta deginum í gær eða fjórum höggum yfir pari. Það skilaði henni í 73. sæti af 108 keppendum.



Dagurinn byrjaði reyndar ekki vel fyrir Ólafíu sem var með bit á fætinum þegar hún vaknaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×