Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 23:59 Forseta Íslands var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard. Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard.
Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25
Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13
Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30