Innlent

Jarðskjálfti fannst í Grímsey og Eyjafirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Á kortinu má sjá skjálftahrinuna sem hófst norður af landinu í morgun.
Á kortinu má sjá skjálftahrinuna sem hófst norður af landinu í morgun. Veðurstofa Íslands
Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í hrinu við Grímsey í morgun. Stærsti skjálftinn sem var 4,1 að stærð fannst í eyjunni og í Eyjafirði.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að jarðskjálftahrina hafi hafist kl. 7:49 í morgun með stærsta skjálftanum. Hann átti upptök sín um 12,5 kílómetra norðnorðaustur af Grímsey.

Annar skjálfti 3,3 að stærð mældist kl. 08:11. Á þriðja tug skjálfta hafa þegar mælst í þessari hrinu.

Skjálftahrinur eru sagðar algengar á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×