Útilokar ekki vegatolla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segist ekki útiloka að koma þurfi til vegatolla í framtíðinni. vísir/ernir Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni. Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Það kostar að minnsta kosti sextíu milljarða að bæta helstu vegi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki er útilokað að teknir verði upp vegatollar í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, en hann var gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, og að lokið sé við að að tvöfalda Reykjanesbraut og Suðurlandsveg að Selfossi. Að auki er möguleg tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný brú yfir Ölfusá inni í þessum tölum. „Hér er ég ekki að nefna Sundabraut sem kostar einhverja fimmtíu milljarða plús, borgarlínuna sem menn hafa verið að tala um sem eru sjötíu til áttatíu milljarðar fyrir utan önnur mannvirki sem þarf að gera hérna á höfuðborgarsvæðinu bara í venjulegri umferð,“ segir Sigurður Ingi. Uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er gríðarleg en Vegagerðin hefur 8,3 milljarða til þeirra verkefna á þessu ári en telur að það þurfi að minnsta kosti milljarð til viðbótar. Samgönguráðherra sagði að það þurfi heildarupphæð af þessari stærðargráðu í áratug til þess að ná utan um vegakerfið svo sómi sé af.Sigurður segir að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og útilokar ekki vegatolla í því samhengi. „Þetta verður í framtíðinni meira notendagjöld, afnotagjöld af tilteknum vegum. Einhvers konar veggjöld þar sem þú ert með einhvern kubb í bílnum og GPS og færð svo bara eins og símareikninginn í gamla daga eftir því hvaða kafla þú ert að aka og þeir eru misdýrir og svo færðu bara reikning eftir afnotum.“Á næstu tíu til fimmtán árum verður þá í auknum mæli horft til blandaðrar fjármögnunar. „Það er að segja að fara í meira mæli út í framkvæmdir eins og við gerðum með Hvalfjarðargöng. Það hefur verið regla að ef menn komast aðra leið og að þeir hafi valkost þá sé hægt að setja hluta af þessum framkvæmdum í flýtimeðferð gegn því að þær verði greiddar af notendunum.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni.
Bílar Samgöngur Vegtollar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira