Segir Ísland troðið af fíkniefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:30 Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir. Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51