Orðin tóm Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 07:00 Mál unga flóttamannsins sem varð fyrir hrottafenginni líkamsárás á Litla-Hrauni af hálfu nokkurra fanga er íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar. Allt frá árinu 2016 þegar drengurinn kom hingað til lands ásamt félaga sínum, báðir börn og fylgdarlausir hælisleitendur, hefur hann mátt þola óviðunandi framgöngu af hálfu íslenska ríkisins. Framgöngu sem dregur upp mynd af okkur sem þjóð sem þarf að horfast í augu við eigin fordóma, slælega framgöngu í málefnum hælisleitenda og innflytjenda og gera í kjölfarið róttækar breytingar til betri vegar. Raunasaga drengsins sem varð fyrir líkamsárásinni á Litla-Hrauni verður ekki rakin hér í smáatriðum. Upp úr stendur þó að hann var látinn sæta aldursgreiningu á tönnum, sem er eitthvað sem mannréttindasamtök hafa lagst eindregið gegn enda niðurstöður óáreiðanlegar, en í kjölfarið var ákveðið að hann fengi að njóta vafans. Slík varð þó ekki raunin þegar á hólminn var komið heilu ári síðar og voru drengnum þá gefnir 30 dagar til þess að koma sér úr landi eða að öðrum kosti vera sendur aftur til Marokkó í lögreglufylgd. Afleiðingin var sú að drengurinn endaði örvinglaður og auralaus á götunni og reyndi ítrekað að komast um borð í skip á leið til Kanada. Í framhaldi var drengurinn svo hnepptur í gæsluvarðhald og loks vistaður innan um harðsvíraða glæpamenn á Litla-Hrauni þar sem hann varð fyrir hrottalegri líkamsárás í síðustu viku. Talið er að árásin hafi átt sér stað annaðhvort vegna kynþáttahaturs eða þess að drengurinn var vistaður á deild fyrir kynferðisbrotamenn. Hvort sem er rétt, þá er ljóst að vistunin var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem einfaldlega virðast of oft fótumtroða mannréttindi þeirra sem hingað leita og minna mega sín í krafti regluverksins. Við getum rétt byrjað að ímynda okkur hver væru viðbrögð íslensks samfélags og íslenskra stjórnvalda ef mannréttindi íslensks ungmennis væru fótumtroðin á erlendri grund með sambærilegum afleiðingum. Við hljótum að þurfa að finna hjá okkur hugrekki til að skoða þessi mál út frá því þeim möguleika að í sporum drengsins stæði einhver okkur nákominn, ættingi eða ástvinur. Ef ekki, þá er allt tal um mannvirðingu og náungakærleik ekkert annað en orðin tóm og merkingarlaust hjal á tyllidögum. Það er fátt sem segir meira um það hvaða mann við höfum að geyma en framkoma okkar gagnvart öðrum og þá ekki síst þeim sem standa höllum fæti. Einhver kann þá að segja að við eigum að byrja á því að gæta að lífsskilyrðum og réttindum þeirra sem hér búa. En að halda því að fram að það fríi okkur ábyrgð gagnvart þeim sem hingað leita skjóls er hreint út sagt galið, ef ekki beinlínis vitnisburður um mannvonsku. Ójöfnuðurinn á Íslandi fríar okkur ekki undan alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi eða öðrum skuldbindingum sem krefja okkur um að koma fram við fólk með mannsæmandi hætti. Aldrei og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Mál unga flóttamannsins sem varð fyrir hrottafenginni líkamsárás á Litla-Hrauni af hálfu nokkurra fanga er íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar. Allt frá árinu 2016 þegar drengurinn kom hingað til lands ásamt félaga sínum, báðir börn og fylgdarlausir hælisleitendur, hefur hann mátt þola óviðunandi framgöngu af hálfu íslenska ríkisins. Framgöngu sem dregur upp mynd af okkur sem þjóð sem þarf að horfast í augu við eigin fordóma, slælega framgöngu í málefnum hælisleitenda og innflytjenda og gera í kjölfarið róttækar breytingar til betri vegar. Raunasaga drengsins sem varð fyrir líkamsárásinni á Litla-Hrauni verður ekki rakin hér í smáatriðum. Upp úr stendur þó að hann var látinn sæta aldursgreiningu á tönnum, sem er eitthvað sem mannréttindasamtök hafa lagst eindregið gegn enda niðurstöður óáreiðanlegar, en í kjölfarið var ákveðið að hann fengi að njóta vafans. Slík varð þó ekki raunin þegar á hólminn var komið heilu ári síðar og voru drengnum þá gefnir 30 dagar til þess að koma sér úr landi eða að öðrum kosti vera sendur aftur til Marokkó í lögreglufylgd. Afleiðingin var sú að drengurinn endaði örvinglaður og auralaus á götunni og reyndi ítrekað að komast um borð í skip á leið til Kanada. Í framhaldi var drengurinn svo hnepptur í gæsluvarðhald og loks vistaður innan um harðsvíraða glæpamenn á Litla-Hrauni þar sem hann varð fyrir hrottalegri líkamsárás í síðustu viku. Talið er að árásin hafi átt sér stað annaðhvort vegna kynþáttahaturs eða þess að drengurinn var vistaður á deild fyrir kynferðisbrotamenn. Hvort sem er rétt, þá er ljóst að vistunin var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem einfaldlega virðast of oft fótumtroða mannréttindi þeirra sem hingað leita og minna mega sín í krafti regluverksins. Við getum rétt byrjað að ímynda okkur hver væru viðbrögð íslensks samfélags og íslenskra stjórnvalda ef mannréttindi íslensks ungmennis væru fótumtroðin á erlendri grund með sambærilegum afleiðingum. Við hljótum að þurfa að finna hjá okkur hugrekki til að skoða þessi mál út frá því þeim möguleika að í sporum drengsins stæði einhver okkur nákominn, ættingi eða ástvinur. Ef ekki, þá er allt tal um mannvirðingu og náungakærleik ekkert annað en orðin tóm og merkingarlaust hjal á tyllidögum. Það er fátt sem segir meira um það hvaða mann við höfum að geyma en framkoma okkar gagnvart öðrum og þá ekki síst þeim sem standa höllum fæti. Einhver kann þá að segja að við eigum að byrja á því að gæta að lífsskilyrðum og réttindum þeirra sem hér búa. En að halda því að fram að það fríi okkur ábyrgð gagnvart þeim sem hingað leita skjóls er hreint út sagt galið, ef ekki beinlínis vitnisburður um mannvonsku. Ójöfnuðurinn á Íslandi fríar okkur ekki undan alþjóðlegum sáttmálum um mannréttindi eða öðrum skuldbindingum sem krefja okkur um að koma fram við fólk með mannsæmandi hætti. Aldrei og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. janúar.