Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi í Eflingu. vísir/ernir „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
„Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira