Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi í Eflingu. vísir/ernir „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira