Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur Aron Ingi Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Það er gaman að spássera um Ísafjörð í góðu veðri. Fréttablaðið/Pjetur Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar síðastliðin sumur. Gert er ráð fyrir að 110 skemmtiferðaskip komi til bæjarins í sumar, en 100 komu þangað síðastliðið sumar. Árið 2014 komu 50 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar og 45.000 farþegar með þeim en farþegarnir voru 100.000 síðasta sumar. Í niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa bæjarins í september síðastliðnum segja 40 prósent svarenda að farþegar skemmtiferðaskipa hafi góð áhrif á bæjarlífið en 35 prósent telja svo ekki vera. „Fólk sem kemur í land frá skipunum virðist halda að það sé komið í eitthvert Disneyland. Það þarf kannski bara að fræða þetta ferðafólk um að við séum venjulegt fólk sem er í vinnu. Við erum gestrisin, en það er óþægilegt að horfast í augu við einhvern í gegnum risa Canon-linsu þegar þú ert að fá þér morgunkaffið á brókinni,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, íbúi á Ísafirði. Karítas Pálsdóttir, sem býr einnig á Ísafirði, tekur undir þessi orð Matthildar. Hún bætir við að umgengni ferðafólks í bænum sé mjög góð. „Hann verður líflegri bæjarbragurinn á þeim dögum sem farþegarnir eru hér í bænum. Ég verð ekki vör við þennan mannaskít sem sumir segja að þeir skilji eftir sig hingað og þangað. Ég á heima efst í bænum og það er kjörinn staður til að gera þarfir sínar en ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Karítas. Þá segir Gunnar Þórðarson, sem einnig býr í bænum, að það muni um tekjurnar sem skipin skili inn. „Ég hef sagt við þá sem eru að pirra sig yfir þessu að þeir geti farið yfir til Bolungarvíkur, það er enginn á götunum þar. Þetta skapar miklar tekjur, þetta er helmingurinn af öllum hafnargjöldum sem Ísafjarðarbær fær. Ég veit um verslanir og þjónustuaðila sem myndu ekki þrífast nema hafa tekjur af þessu,“ segir Gunnar Þórðarson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira