Tiger ánægður með endurkomuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 08:30 Áhorfendur voru brjálaðir í Tiger eins og venjulega. Hann kunni að meta það. vísir/getty Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti