Lögreglan í höfuðborginni með 4.000 mál til meðferðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2018 08:00 Ákærusviði berast fleiri mál en áður. Að jafnaði eru málin 2-3 þúsund en núna um 4 þúsund. vísir/andri marinó „Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Það er gríðarlegt álag hérna. Það verður að segjast eins og er. En við reynum bara að afgreiða málin fljótt en líka vel,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjögur þúsund mál eru til meðferðar hjá ákærusviðinu og eru umferðarmálin stærsti brotaflokkurinn. „Flest málin eru frá 2016 en við erum samt með einhver eldri mál líka,“ segir Hulda Elsa og tekur þá fram að einhverjar skýringar séu á að eldri mál hafi ekki verið afgreidd. „Ég hef verið með örfá mál sem eru frá 2014 og oft eru þá skýringarnar þær að verið sé að taka upp rannsókn að nýju. En annars eru þetta flest mál frá 2016.“Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Hulda Elsa segir að málin núna séu fleiri en þau eru að jafnaði. Þau séu yfirleitt á bilinu tvö til þrjú þúsund. Málunum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Hulda Elsa segir skýringarnar á fjölguninni ekki liggja fyrir. Þó sé víst að það hafa verið að koma fleiri mál frá hverfisstöðvunum en áður. Hulda segir að þegar ákærusviðið sé fullmannað eigi að vera þar átján lögfræðingar, en þeir eru núna fjórtán. „Við eigum að vera átján en það hafa verið miklar breytingar á sviðinu af því að það eru breytingar í kerfinu. Um leið og það eru breytingar í kerfinu, þá fer boltinn af stað. Við erum akkúrat í því ferli núna. Þannig losnaði staða hjá ríkissaksóknara og þá losnaði staða hjá héraðssaksóknara.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málum líka vera að fjölga. Nefnir hún þar heimilisofbeldismál sérstaklega, en lögreglan fær 58 slík mál á sitt borð í hverjum mánuði. „Það hefur líka fjölgað kynferðisbrotamálum og líkamsárásum,“ segir hún. Á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á föstudaginn sagði Sigríður Björk að verið væri að gera áherslubreytingar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kynferðisbrot eru nú yfirlýstur áherslumálaflokkur. Málategundum sem lögreglumenn í deildinni fást við hefur verið fækkað. Áhersla hefur verið lögð á aukna fræðslu til starfsmanna, aðstoðarsaksóknari ráðinn í deildina og lögreglumönnum verið fjölgað.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent